Blöskraði kynjaskipting í barnafataverslunum Regnboginn kynnir 30. nóvember 2018 13:45 Hildigunnur Borga Gunnarsdóttir og Sandra Gunnarsdóttir taka þátt í jólamarkaði netverslana um helgina. Regnboginn Hildigunni Borgu Gunnarsdóttur og Söndru Gunnarsdóttur blöskraði hversu staðlaðar kynjaímyndir birtast í barnafatadeildum margra verslana. Þær opnuðu því netverslunina Regnboginnverslun.is og bjóða upp á fatnað og leikföng óháð kyni.„Flestar barnafataverslanir sem við þekkjum eru kynjaskiptar og deildirnar oft beinlínis merktar „fyrir stráka" og „fyrir stelpur." Við eigum báðar drengi og tókum eftir því hversu erfitt gat verið að finna fallegan og litríkan fatnað í svokölluðum „strákadeildum“ hér á landi. Þar eru gjarnan dökkir litir og gráir og bláir tónar afgerandi, meðan mun fleiri litir og bjartari einkenna fatnað í „stelpudeildum“. Þar sem við leggjum áherslu á að klæða drengina okkar í alla liti höfum við oftar en ekki verslað á þá í „stelpudeildum“ til þess að finna litríkan fatnað. Út frá þessu kviknaði hugmyndin að Regnboganum, barnaverslun með litríkan „unisex" fatnað. Á bak við verslunina er sterk hugsjón sem við vonumst til að fái fólk til að endurhugsa hlutina,“ útskýrir Hildigunnur. Hún segir svo afgerandi skiptingu takmarka valkosti barna og stýra þeim í fastmótuð hólf.„Í strákadeildum eru myndir af ofurhetjum, bílum, vinnuvélum algengar en í stelpudeildunum er lögð áhersla á glimmer, blóm, fiðrildi, og prinsessur. Með þessu er verið að ákveða fyrirfram hvaða áhuga er ætlast til að börnin hafi eftir kyni. Þetta finnst okkur mjög sorglegt því að það síðasta sem við viljum gera er að takmarka möguleika barnanna okkar,“ segir Hildigunnur og Sandra tekur undir. „Okkar draumur er sá að börn geti valið það hverju þau klæðast og hvað þau leika sér með. Að möguleikar barna séu endalausir en ekki fyrirfram ákveðnir út frá því hvaða kyni þau fengu úthlutað við fæðingu. Við hvetjum fólk til þess að viðhalda ekki þessum staðalímyndum.“Snýst um jafnréttiFlest þeirra merkja sem fást í Regnboganum eru sænsk en þær Hildigunnur og Sandra segjast hafa leitað í smiðju svía þar sem þeir standi framarlega í jafnréttismálum. „Það er akkúrat það sem þetta snýst allt um í grunninn, jafnrétti. Í Svíþjóð hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum málum og mörg sænsk merki framleiða litríkan „unisex" fatnað. Við leggjum einnig mikla áherslu á að flytja inn fatnað sem er framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði, þar sem er hugað að náttúrunni og sanngjörnum vinnuskilyrðum. Allur okkar fatnaður er GOTS vottaður og úr lífrænni bómull,“ útskýrir Sandra.Leikföng sem örva sköpunarkraft„Í versluninni okkar bjóðum við líka upp á vönduð viðarleikföng og leggjum áherslu á leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barna. Það hefur nú þegar orðið einhver hugarfarsbreyting á Íslandi og við teljum að fólk sé opið fyrir þessari breytingu. Við finnum mikinn meðbyr og viljum að sem flestir taki þátt í litagleðinni með okkur.“Jólamarkaður netverslana Þær Hildigunnur og Sandra taka þátt í jólamarkaði netverslana sem hefst á morgun, í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Markaðurinn er opinn laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 18. Nánar á Regnboginnverslun.is. Þá er Regnboginn verslun einnig á facebook og Instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Regnbogann verslun. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Hildigunni Borgu Gunnarsdóttur og Söndru Gunnarsdóttur blöskraði hversu staðlaðar kynjaímyndir birtast í barnafatadeildum margra verslana. Þær opnuðu því netverslunina Regnboginnverslun.is og bjóða upp á fatnað og leikföng óháð kyni.„Flestar barnafataverslanir sem við þekkjum eru kynjaskiptar og deildirnar oft beinlínis merktar „fyrir stráka" og „fyrir stelpur." Við eigum báðar drengi og tókum eftir því hversu erfitt gat verið að finna fallegan og litríkan fatnað í svokölluðum „strákadeildum“ hér á landi. Þar eru gjarnan dökkir litir og gráir og bláir tónar afgerandi, meðan mun fleiri litir og bjartari einkenna fatnað í „stelpudeildum“. Þar sem við leggjum áherslu á að klæða drengina okkar í alla liti höfum við oftar en ekki verslað á þá í „stelpudeildum“ til þess að finna litríkan fatnað. Út frá þessu kviknaði hugmyndin að Regnboganum, barnaverslun með litríkan „unisex" fatnað. Á bak við verslunina er sterk hugsjón sem við vonumst til að fái fólk til að endurhugsa hlutina,“ útskýrir Hildigunnur. Hún segir svo afgerandi skiptingu takmarka valkosti barna og stýra þeim í fastmótuð hólf.„Í strákadeildum eru myndir af ofurhetjum, bílum, vinnuvélum algengar en í stelpudeildunum er lögð áhersla á glimmer, blóm, fiðrildi, og prinsessur. Með þessu er verið að ákveða fyrirfram hvaða áhuga er ætlast til að börnin hafi eftir kyni. Þetta finnst okkur mjög sorglegt því að það síðasta sem við viljum gera er að takmarka möguleika barnanna okkar,“ segir Hildigunnur og Sandra tekur undir. „Okkar draumur er sá að börn geti valið það hverju þau klæðast og hvað þau leika sér með. Að möguleikar barna séu endalausir en ekki fyrirfram ákveðnir út frá því hvaða kyni þau fengu úthlutað við fæðingu. Við hvetjum fólk til þess að viðhalda ekki þessum staðalímyndum.“Snýst um jafnréttiFlest þeirra merkja sem fást í Regnboganum eru sænsk en þær Hildigunnur og Sandra segjast hafa leitað í smiðju svía þar sem þeir standi framarlega í jafnréttismálum. „Það er akkúrat það sem þetta snýst allt um í grunninn, jafnrétti. Í Svíþjóð hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum málum og mörg sænsk merki framleiða litríkan „unisex" fatnað. Við leggjum einnig mikla áherslu á að flytja inn fatnað sem er framleiddur með sjálfbærni að sjónarmiði, þar sem er hugað að náttúrunni og sanngjörnum vinnuskilyrðum. Allur okkar fatnaður er GOTS vottaður og úr lífrænni bómull,“ útskýrir Sandra.Leikföng sem örva sköpunarkraft„Í versluninni okkar bjóðum við líka upp á vönduð viðarleikföng og leggjum áherslu á leikföng úr opnum efnivið þar sem það ýtir undir sköpunarkraft og ímyndunarafl barna. Það hefur nú þegar orðið einhver hugarfarsbreyting á Íslandi og við teljum að fólk sé opið fyrir þessari breytingu. Við finnum mikinn meðbyr og viljum að sem flestir taki þátt í litagleðinni með okkur.“Jólamarkaður netverslana Þær Hildigunnur og Sandra taka þátt í jólamarkaði netverslana sem hefst á morgun, í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Markaðurinn er opinn laugardag og sunnudag milli klukkan 11 og 18. Nánar á Regnboginnverslun.is. Þá er Regnboginn verslun einnig á facebook og Instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Regnbogann verslun.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira