Formennirnir samstíga um að boða Sigmund ekki á fundinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 21:19 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ekki haft sérstakt samráð um að boða ekki Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, á fund flokkanna á þriðjudaginn. Formennirnir hafi þó ekki verið ósáttir við að hann birtist ekki á fundinum í ljósi málanna sem þar voru rædd. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV að forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi vilji ekki lengur sitja fundi sína með Sigmundi Davíð vegna Klaustursmálsins. Logi Einarsson, formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Samfylkingarinnar, sagði í samtali við RÚV að hann hafi ekki treyst sér til þess að senda fundarboð á Sigmund Davið. Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum frá Sigmundi vegna málsins.Sjá einnig: „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/VilhelmSammála um að öllum liði illa Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda einu sinni í viku. Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki vitað af því fyrirfram að Sigmundur hefði ekki fengið boð á fundinn á þriðjudag. „Ég var bara boðuð á þennan fund og mætti. Ég sé ekki um að boða á þessa fundi.“ Aðspurð segir hún formenn stjórnarandstöðunnar ekki hafa komið sér sérstaklega saman um að halda fundinn án Sigmundar. Þar sem Klausturmálið hafi verið til umræðu á fundinum hafi formennirnir þó ekki verið ósáttir við fjarveru hans. „Nei, við komum okkur ekkert saman um það. En við vorum sammála um það þegar við vorum að tínast þarna inn að okkur liði illa, sér í lagi vegna þess að við vorum að ræða viðkvæm mál, alls konar mál, og mál sem snerti sérstaklega Klaustursmálið. Og ég held að það hafi verið sérstaklega vendipunkturinn á því að honum [Sigmundi Davíð] var ekki boðið til þessa fundar,“ segir Inga. „En andrúmsloftið er mjög erfitt og mjög þungbúið, ég býst við að flestir skilji það. Þannig að við virðum algjörlega og vorum alveg samstíga um það, og ekki ósátt við það, að hann birtist ekki á þessum fundi.“ Bíður eftir því að Klausturshópurinn segi af sér Aðspurð segist Inga ekkert vita um framhaldið, þ.e. hvort Sigmundur verði áfram útilokaður af fundum stjórnarandstöðunnar. Hún vilji hins vegar að þingmennirnir sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember segi af sér. Sjálf var Inga ein þeirra sem umræddir þingmenn höfðu um ófögur orð á Klaustursupptökunum. „Ég bíð bara eftir því að þessir ágætu einstaklingar fari að axla ábyrgð og segi starfi sínu lausu sem kjörnir fulltrúar, segi af sér, og gefi okkur hinum kost á því að líða vel í vinnunni.“ Ljóst er að andrúmsloftið á Alþingi þessa dagana er þungt. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins og ein þeirra sem sat að sumbli á Klaustri, gaf í skyn í viðtali á Bylgjunni í gær að ummælin á Klausturbarnum væru hluti af kúltúr sem starfsmenn Alþingis tækju þátt í. Í dag sendi Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Önnu Kolbrúnar og sagði þau ekki eiga við rök að styðjast. Einnig vakti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra athygli í viðtali um Klaustursupptökurnar í Kastljósi í gær. Þar kallaði hún þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ofbeldismenn vegna orðanna sem þeir notuðu til að lýsa henni á Klaustri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40 Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51 Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Sjá meira
„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson svarar Lilju Alfreðsdóttur. 6. desember 2018 11:40
Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. 6. desember 2018 14:51
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15
Þakkar stuðning þvert á flokkana „Mér fannst mjög mikilvægt að fara í þetta viðtal og senda skýr skilaboð. Þetta mál hefur verið mér afskaplega þungbært.“ 6. desember 2018 06:00