Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:14 Anna Kolbrún Árnadóttir vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30