Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í morgun. Vísir/Vilhelm Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37
Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09