Unglingar beðnir um ögrandi myndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent ögrandi eða nektarmynd af sér. VÍSIR/AFP Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00