Jón Þór mun taka sæti á þingi fyrir Miðflokkinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 20:22 Jón Þór Þorvaldsson mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi um óákveðinn tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. Jón Þór er varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason, sem ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, mun víkja af þingi um óákveðinn tíma, en þeir tveir höfðu sig hvað mest í frammi í óvarfærinni orðræðu sem sneri meðal annars að samstarfskonum þeirra á Alþingi og fötluðum, svo eitthvað sé nefnt. Una María Óskarsdóttir mun taka sæti Gunnars Braga á þingi. Í samtali sem blaðamaður átti við Jón Þór fyrir fundinn í dag kvaðst hann ekki vilja taka sæti Bergþórs nema hann væri þess fullviss að þeir sem áttu hlut að máli iðruðust raunverulega gjörða sinna og að vilji væri fyrir hendi til þess að bæta sig. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Bergþór og Gunnar Bragi verða frá þingstörfum. Aðspurður hvað hafi farið fram á fundinnum sagði Jón Þór að málin hafi verið rædd af mikilli einlægni og hreinskilni. „Eftir það samtal er ég þess fullviss að menn eru mjög miður sín yfir þessu öllu saman, þeir sem að þarna áttu hlut að máli. Það er fullur hugur sem fylgir máli að Miðflokkurinn taki sér tak og verði bara í forystu og til fyrirmyndar í þessu til framtíðar.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Varaþingmaður Miðflokksins, Jón Þór Þorvaldsson, mun taka sæti Bergþórs Ólasonar á Alþingi. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Jón Þór sat fyrr í dag fund með Bergþóri og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins þar sem farið var yfir stöðu mála í kjölfar Klaustursupptakanna. Jón Þór er varaþingmaður fyrir Bergþór Ólason, sem ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, mun víkja af þingi um óákveðinn tíma, en þeir tveir höfðu sig hvað mest í frammi í óvarfærinni orðræðu sem sneri meðal annars að samstarfskonum þeirra á Alþingi og fötluðum, svo eitthvað sé nefnt. Una María Óskarsdóttir mun taka sæti Gunnars Braga á þingi. Í samtali sem blaðamaður átti við Jón Þór fyrir fundinn í dag kvaðst hann ekki vilja taka sæti Bergþórs nema hann væri þess fullviss að þeir sem áttu hlut að máli iðruðust raunverulega gjörða sinna og að vilji væri fyrir hendi til þess að bæta sig. Ekki liggur fyrir hversu lengi þeir Bergþór og Gunnar Bragi verða frá þingstörfum. Aðspurður hvað hafi farið fram á fundinnum sagði Jón Þór að málin hafi verið rædd af mikilli einlægni og hreinskilni. „Eftir það samtal er ég þess fullviss að menn eru mjög miður sín yfir þessu öllu saman, þeir sem að þarna áttu hlut að máli. Það er fullur hugur sem fylgir máli að Miðflokkurinn taki sér tak og verði bara í forystu og til fyrirmyndar í þessu til framtíðar.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Varaþingmaður íhugar að taka ekki þingsæti fyrir Miðflokkinn Jón Þór Þorvaldsson, varaþingmaður Miðflokksins, er á fundi þessa stundina með forystu flokksins þar sem hann íhugar nú hvort hann muni taka sæti á Alþingi fyrir Bergþór Ólason sem tók sér ótímabundið leyfi frá þingstörfum vegna Klausturmálsins. 2. desember 2018 18:35