Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 12:27 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á „Klaustursupptökunum“ svokölluðu. Þetta sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu í morgun. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Þegar Gunnar Bragi var inntur eftir viðbrögðum við frásögn hans á upptökunni sagðist hann hafa verið að ljúga. Þrátt fyrir það greinir Stundin frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hafi á upptökunni staðfest frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni hafi fylgt málinu vel eftir og að Gunnar ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðsiflokksins sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt vegna skipunarinnar.Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/Vilhelm„Þarna er verið að tala um spillingu sem varðar við að ég tel 128. gr. almennra hegningarlaga og mér finnst einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort um brot á þessu ákvæði hafi verið að ræða,“ segir Þórhildur Sunna sem segir að á upptökunum hafi spillingin verið játuð og staðfest. „Og að sjálfsögðu á að opna rannsókn á því hvort það sé búið að brjóta gegn þessu ákvæði.“ 128. gr. almennra hegningarlaga: „Ef opinber starfsmaður, [alþingismaður eða gerðarmaður] 1) heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. [Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.]“Siðanefnd komi saman sem fyrst Þórhildur Sunna segir að það sé mikilvægt að Siðanefndin komi saman sem allra fyrst og helst strax á mánudag til að vinna í málinu. „Þarna erum við aðtala um hegðun þingmanna gagnvart samstarfsfólki sínu og það stendur fólkinu í forsætisnefnd allt of nærri, held ég allavega að mínu viti, til þess að vera dómbært á það sjálft. Við viljum að sjálfsögðu óhlutdræga málsmeðferð og að það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé skoðað án fordóma til þess einmitt að það sé hægt að leggja skýrt traust á niðurstöðuna.“ Þórhildur segir að það sé mikilvægt að utanaðkomandi aðili skoði málið því það standi þingmönnum of nærri. „Við erum kannski ekki alveg rétti aðilinn til að dæma um þetta akkúrat núna vegna þess að við erum flest hver í sárum út af þessum ummælum,“ segir Þórhildur Sunna. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á „Klaustursupptökunum“ svokölluðu. Þetta sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu í morgun. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Þegar Gunnar Bragi var inntur eftir viðbrögðum við frásögn hans á upptökunni sagðist hann hafa verið að ljúga. Þrátt fyrir það greinir Stundin frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hafi á upptökunni staðfest frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni hafi fylgt málinu vel eftir og að Gunnar ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðsiflokksins sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt vegna skipunarinnar.Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/Vilhelm„Þarna er verið að tala um spillingu sem varðar við að ég tel 128. gr. almennra hegningarlaga og mér finnst einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort um brot á þessu ákvæði hafi verið að ræða,“ segir Þórhildur Sunna sem segir að á upptökunum hafi spillingin verið játuð og staðfest. „Og að sjálfsögðu á að opna rannsókn á því hvort það sé búið að brjóta gegn þessu ákvæði.“ 128. gr. almennra hegningarlaga: „Ef opinber starfsmaður, [alþingismaður eða gerðarmaður] 1) heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. [Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.]“Siðanefnd komi saman sem fyrst Þórhildur Sunna segir að það sé mikilvægt að Siðanefndin komi saman sem allra fyrst og helst strax á mánudag til að vinna í málinu. „Þarna erum við aðtala um hegðun þingmanna gagnvart samstarfsfólki sínu og það stendur fólkinu í forsætisnefnd allt of nærri, held ég allavega að mínu viti, til þess að vera dómbært á það sjálft. Við viljum að sjálfsögðu óhlutdræga málsmeðferð og að það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé skoðað án fordóma til þess einmitt að það sé hægt að leggja skýrt traust á niðurstöðuna.“ Þórhildur segir að það sé mikilvægt að utanaðkomandi aðili skoði málið því það standi þingmönnum of nærri. „Við erum kannski ekki alveg rétti aðilinn til að dæma um þetta akkúrat núna vegna þess að við erum flest hver í sárum út af þessum ummælum,“ segir Þórhildur Sunna.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41