„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 20:50 Inga Björk Margrétar og Bjarnadóttir á Austurvelli í dag. Mynd/Aðsend Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir sagði engan af Klaustursþingmönnunum sex hafa „séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ í ræðu sem hún hélt við mótmælin á Austurvelli í dag. Þá lagði hún áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í Klaustursupptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í upptökunum. Samkvæmt frétt DV sem skrifuð var upp úr þeim hæddust þingmenn Miðflokksins og Fólks flokksins að Freyju er þeir sátu að sumbli á Klaustri í síðustu viku og heyrist einn þeirra herma eftir sel.Sjá einnig: „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Inga var afar harðorð í garð þingmannanna á Austurvelli í dag og sagði engan þeirra hafa beðið Freyju afsökunar. „Ég er glöð að þessar upptökur komu fram því þær varpa ljósi á þetta kerfisbundna vandamál. Við megum hins vegar aldrei, -aldrei- gleyma að á bakvið þessi ummæli eru einstaklingar og hópar af holdi og blóði. Niðurlægir og smættaðir einstaklingar sem báðu aldrei um þetta og gerðu ekkert rangt. Í fjölmiðlum óma nú fréttir um að fólk í valdamesta hópi landsins hafi kallað þig heimska, kuntu, tík, líkami þinn og útlit smánað, fötlun þín gerð að aðhlátursefni,“ sagði Inga. „Og vitiði hvað? Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar. Ekki eitt þeirra. Iðrunin er ekki meiri en svo!“Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og baráttukona.Vísir/FreyjaInga lagði jafnframt áherslu á að fatlaðar konur væru sérstaklega viðkvæmur hópur, og í upptökunum kæmi skýrt fram kerfislægt hatur gegn þeim. Þá sagði Inga að ummælin sem viðhöfð væru um Freyju væru svo gróf að hún gæti ekki haft þau eftir. Að síðustu spurði Inga viðstadda hvað þeir hygðust gera til að styðja þær konur sem verði fyrir hatrinu. „Hér sjáum við valdamikla einstaklinga í samfélaginu fara fram af fullri hörku. Þeir virðast aumir og bera fyrir sig gríni, að ekkert megi lengur, að allir tali svona — en við, sem trúum á jafnrétti og mannúð, megum ekki leyfa því að gerast að þetta hafi engar afleiðingar. Fyrir einstaklingana sem urðu fyrir hatrinu og fyrir alla þá hópa sem þau standa í forsvari fyrir. Hatrið má ekki sigra.“ Freyja tjáði sig sjálf um ummæli þingmannanna í pistli á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún sagði ummælin eiga sér djúpar sögulegar rætur og endurspegla ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra, og þannig óæðri manneskjum. Þá væri það sérstaklega alvarlegt þegar gerendur eru valdhafar, líkt og í umræddu tilviki. Ræðu Ingu má nálgast í heild hér.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“ Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu. 1. desember 2018 17:04
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11