Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 19:30 Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira