Mikil tímamót fyrir Borgarlínu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:30 Dagur segir tillögur viðræðuhópsins vera mikinn áfanga. Fréttablaðið/Ernir Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum til samgöngumálaráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu var greint á vef Stjórnarráðsins í gær. Hópurinn leggur til að Borgarlína og stofnvegaframkvæmdir verði felldar inn í samgönguáætlun. Lagt er til að fyrsta áfanga Borgarlínu verði lokið á tímabili 15 ára samgönguáætlunar og er heildarkostnaður við þann áfanga áætlaður 42 milljarðar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta mikinn áfanga og bætir við að það sé mikilvægt að þessar áherslur séu lagðar sameiginlega af hálfu ríkis og sveitarfélaga. „Þarna er í raun verið að nálgast málið mjög heildstætt út frá því sem er best fyrir umferðina, umhverfið og framtíðarþróun svæðisins,“ segir borgarstjóri. Að sögn Dags færa tillögur hópsins Borgarlínu nær því að verða að veruleika. „Það eru auðvitað bæði mikil tímamót en svo er líka mikilvægt að það sé breið samstaða og skilningur á því að til þess að gera almenningssamgöngur að frábærum valkosti þá þurfa þær að vera framúrskarandi góðar. Þá þurfum við að efla þær og þær þurfa að fá forgang í umferðinni. Þess vegna þarf að fjárfesta í þeim ekki síður en öðrum samgöngumátum. Það er í raun kjarninn í því sem felst í tillögum viðræðuhópsins.“ Einnig er lagt til að Miklabraut verði sett að hluta í stokk á öðru tímabili samgönguáætlunar og að 1,5 milljörðum verði ráðstafað í stofnstígaframkvæmdir, svo fátt eitt sé nefnt. Um Miklubrautina segir Dagur að sú framkvæmd hafi skorað einna hæst hvað varðar jákvæð áhrif á umferð. Það sé aukinheldur lífsgæðamál fyrir íbúa á svæðinu enda dragi framkvæmdin úr hljóð- og loftmengun og gefi færi á að „sameina Hlíðarnar á ný“. „Um leið er þetta framkvæmd sem nýtist öllum samgöngumátum. Það er lykilatriðið. Að þetta nýtist ekki bara þeim sem keyra heldur líka þeim sem nýta Borgarlínuna eða vilja fara gangandi eða hjólandi,“ bætir borgarstjóri við. Dagur segir að undanfarin ár hafi sveitarfélög og ríki unnið að því að efla stígakerfi svæðisins og nú sé verið að stíga frekari skref. Hann segir að það dugi ekki að hluti hjólreiðaleiðar sé góður heldur þurfi stígar helst að vera samfellt góðir alla leið sem hjólreiðafólk fer. „Eftir því sem við getum klárað að gera heildstætt hjólastíganet fyrir allt höfuðborgarsvæðið fyrr þeim mun betri er þessi valkostur. Við sjáum það nú þegar á tölunum að það er mestur vöxtur í hjólreiðum af öllum samgöngumátum á undanförnum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira