Ósáttir undirbúa hópmálsókn vegna Fallout 76 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Auglýsingin sem um ræðir. Taskan er lengst til vinstri. Mynd/Bethesda Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Tölvuleikjaframleiðandinn Bethesda gaf út leikinn Fallout 76 um miðjan mánuð. Um er að ræða fjölspilunarleik í seríu sem venjulega hefur ekki boðið upp á slíka möguleika. Viðtökurnar hafa verið vægast sagt dræmar. Leikurinn fékk til dæmis fimm af tíu hjá tölvuleikjamiðlinum IGN. Fallout 76 er þar sagður hlaðinn hugbúnaðarvillum, líta illa út, vera jafnvel innihaldslaus og leiðinlegur. Hinar slæmu umsagnir eru þó ekki helsta áhyggjuefni Bethesda þessa dagana. Viðhafnarútgáfa leiksins, sem kostaði 200 dali, var í auglýsingum sögð innihalda íþróttatösku úr striga, hannaða eftir söguheimi leiksins. Þegar spenntir viðskiptavinir fengu pakkann í hendurnar reyndist taskan hins vegar vera úr næloni og við það reiddust kaupendur mjög. Bethesda hefur beðist afsökunar og boðið 500 Atoms, gjaldmiðil leiksins, í miskabætur. Á spjallborðssíðunni Reddit ráðleggur fólk ósáttum hins vegar að þiggja bæturnar ekki enda geti það útilokað viðkomandi frá þátttöku í upprennandi hópmálsókn gegn Bethesda. Lögmannsstofan Migliaccio & Rathod í Washington hefur sagst vera með málið til rannsóknar og leitar að ósáttum kaupendum. Þegar starfsmaður auglýsti eftir slíkum á Reddit var ásóknin svo mikil að vefsíða lögmannsstofunnar hrundi. Í frétt um málið á vef stofunnar er sérstaklega tekið fram að þar á bæ hafi menn reynslu af hópmálsóknum gegn stórfyrirtækjum.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira