Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2018 06:45 Bára Halldórsdóttir og bakland hennar í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú. Vísir/Vilhelm Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. Fjórir þingmenn Miðflokksins kanna nú grundvöll þess að höfða einkamál gegn Báru vegna hljóðupptökunnar. Lögmaður fjórmenninganna, Reimar Snæfells Pétursson, fór fram á að myndefni úr eftirlitsmyndavélum yrði rannsakað til að varpa ljósi á málið. Þannig megi sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnunum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu sterkur ásetningur hennar var. Bára segir samvisku sína hreina og segir að málið hljóti á einhvern hátt að leysast farsællega. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni að kvöldi dags var hún þreytt. „Ég er þreytt eftir daginn, þetta tekur á fyrir líkamann minn en andlega er ég voðalega hamingjusöm,“ segir Bára. „Þetta var voðalega spes tilfinning að vera í héraðsdómnum. Ég sat þarna og þurfti ekkert að segja neitt. Það var fallegt að sjá svona marga með mér,“ segir Bára. „Til þess að gera svona hluti þarf ég að taka svolítið af lyfjum og það er erfitt fyrir mig að sitja svona lengi og svo stóð ég lengi að tala við blaðamenn bæði fyrir og eftir. Þetta er svolítil vinna fyrir kroppinn minn en það er bara þannig að stundum þarf að gera meira á sumum dögum en öðrum.“ Bára segir þessa daga hafa verið skringilega og að hún hafi ekki búist við því að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í réttarsalinn í gær. „Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“ spyr Bára. „Ég er ekki smeyk eftir þetta og er bara áhugasöm um að sjá hvað dómarinn kemur með þarna á föstudaginn. Ég finn fyrir svo miklum stuðningi í samfélaginu að þetta hlýtur bara að leysast einhvern veginn.“ Bára segir ólíklegt að þessi vegferð þingmannanna eigi eftir að gera þeim gott. Í raun og veru finnist henni þetta ekki gera neitt nema að draga þeirra málstað niður. „Þetta er voðalega niðurdrepandi hjá þeim. Ég kannski sé þetta bara frá mínu sjónarhorni og kannski er einhver partur þjóðarinnar sem styður þá í þessu og finnst þetta flott hjá þeim en ég er ekkert að rekast mikið á það og sé það ekki sjálf,“ segir Bára Halldórsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59
Ætla að sýna Báru stuðning fyrir utan héraðsdóm í dag Bára Halldórsdóttir, konan sem tók upp samræður þingmannanna sex á barnum Klaustri á dögunum, mun mæta til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna mögulegs einkamáls á hendur henni vegna málsins. Fjöldi manns hyggst mæta fyrir utan héraðsdóm í dag til að sýna henni stuðning. 17. desember 2018 07:28