Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2018 15:36 Þingmenn Miðflokksins á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Vísir/Bára Halldórsdóttir Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, segir að brotið hafi verið á rétti þingmannanna til einkalífs. Þetta hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar þann 20. nóvember. Hljóðritunin hafi verið þeim óafvitandi og samtal þeirra gert opinbert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegningarlaga. Auk þess varði brotin skaða- og miskabótaskyldu. Reimar sagði það markmið þingmannanna fjögurra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Ólafsdóttur, að tryggja sönnun á því hvernig á brotinu gegn þeim hafi verið staðið. Þingmennirnir voru fjarverandi þegar málflutningur fór fram í dag. Tekist var á um það hvort leiða mætti vitni fyrir dóm og afla sönnunargagna, meðal annars í formi myndbandsupptaka.Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með nýjan farsíma sem hún fékk að gjöf frá ónefndum velgjörðarmanni.Vísr/VilhelmVill tryggja tilvist myndefnisins Það vilji þannig til, að sögn Reimars, að til sé myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæði Alþingis og Dómkirkjunnar sem ætti að geta varpað ljósi á málið og sé mikilvægt að lagt verði fyrir dóm. „Þetta er auðvitað þannig að myndefni er ekki varðveitt að eilífu heldur er það mismunandi,“ sagði Reimar. Viðmiðunarregla Persónuverndar væri níutíu dagar og sama hjá Alþingi að því er hann taldi. „Mér hefur skilist að myndavélar á Klaustri séu stilltar þannig í skemmri tíma en ráðstafanir þar til að varðveita í sex mánuði en sá tími er ekki nægjanlegur ef til dómsmáls tekur og mikilvægt að tryggja tilvist þessa myndefnis.“Bára naut mikils stuðnings í héraðsdómi í dag.Vísir/VilhelmÁ myndefninu ætti að vera hægt að sjá nákvæmlega hvernig Bára hafi framkvæmt brotið og ætti að sjást hvernig hún hafi haldið upptökunum leyndum fyrir þingmönnunum. Það sýni hversu sterkur ásetningur hennar hafi verið til brotsins og eins hvort einhver hafi framkvæmt brotið með henni. „Þannig að beiðnin snýst fyrst og fremst um það að fá vitneskju um þessi atriði á þessum stigum málsins,“ sagði Reimar. Bára hafnaði því við upphaf þinghalds í dag að gefa skýrslu. Sagði Reimar það einkennilegt af henni enda sé hún boðberi gagnsæis á kostnað einkalífs. Það veki auknar grunsemdir að frásögn hennar af atvikum sé ekki fullkomlega heiðarleg. Þá bætti Reimar við að þingmönnunum fjórum þætti eitthvað vanta inn í frásögn Báru, þ.e. miðað við það sem komið hefði fram í fjölmiðlum. Þá frásögn telji þeir ekki trúverðuga og hún standist ekki skynsemisskoðun. Því sé óásættanlegt að hafa ekki myndefnið af Klaustur bar til skoðunar.Bára hafi ekkert að felaAuður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Báru, sagði að málið væri þegar til meðferðar hjá Persónuvernd. Að öllum líkindum verði höfðað mál vegna upptakanna þar sem málið verður væntanlega leitt til lyktar. Þá sagði Auður að hægt væri að afla frekari upplýsinga á annan hátt en að leiða Báru til vitnis. Forsendur vitnamálsins væru brostnar eftir að Bára steig fram í viðtali og sagði Auður að Bára hefði ekkert að fela þó að hún hafnaði að gefa skýrslu. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari sagði að málið yrði í framhaldinu tekið til úrskurðar, þ.e. hvort vitni yrðu kölluð fyrir dóminn og heimild veitt til að afla gagna úr myndavélum. Sagðist hann stefna á að kveða upp úrskurðinn fyrir vikulok en það gæti þó dregist. Þegar Bára kom aftur fram á ganginn eftir að þinghaldi lauk beið þar fjöldi fólks sem klappaði og kallaði „Bára Bára Bára.“Klippa: Báru fagnað í héraðsdómi Reykjavíkur Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, segir að brotið hafi verið á rétti þingmannanna til einkalífs. Þetta hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar þann 20. nóvember. Hljóðritunin hafi verið þeim óafvitandi og samtal þeirra gert opinbert. Í því hafi falist brot gegn 229. grein almennra hegningarlaga. Auk þess varði brotin skaða- og miskabótaskyldu. Reimar sagði það markmið þingmannanna fjögurra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar og Önnu Kolbrúnar Ólafsdóttur, að tryggja sönnun á því hvernig á brotinu gegn þeim hafi verið staðið. Þingmennirnir voru fjarverandi þegar málflutningur fór fram í dag. Tekist var á um það hvort leiða mætti vitni fyrir dóm og afla sönnunargagna, meðal annars í formi myndbandsupptaka.Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með nýjan farsíma sem hún fékk að gjöf frá ónefndum velgjörðarmanni.Vísr/VilhelmVill tryggja tilvist myndefnisins Það vilji þannig til, að sögn Reimars, að til sé myndefni úr eftirlitsmyndavélum bæði Alþingis og Dómkirkjunnar sem ætti að geta varpað ljósi á málið og sé mikilvægt að lagt verði fyrir dóm. „Þetta er auðvitað þannig að myndefni er ekki varðveitt að eilífu heldur er það mismunandi,“ sagði Reimar. Viðmiðunarregla Persónuverndar væri níutíu dagar og sama hjá Alþingi að því er hann taldi. „Mér hefur skilist að myndavélar á Klaustri séu stilltar þannig í skemmri tíma en ráðstafanir þar til að varðveita í sex mánuði en sá tími er ekki nægjanlegur ef til dómsmáls tekur og mikilvægt að tryggja tilvist þessa myndefnis.“Bára naut mikils stuðnings í héraðsdómi í dag.Vísir/VilhelmÁ myndefninu ætti að vera hægt að sjá nákvæmlega hvernig Bára hafi framkvæmt brotið og ætti að sjást hvernig hún hafi haldið upptökunum leyndum fyrir þingmönnunum. Það sýni hversu sterkur ásetningur hennar hafi verið til brotsins og eins hvort einhver hafi framkvæmt brotið með henni. „Þannig að beiðnin snýst fyrst og fremst um það að fá vitneskju um þessi atriði á þessum stigum málsins,“ sagði Reimar. Bára hafnaði því við upphaf þinghalds í dag að gefa skýrslu. Sagði Reimar það einkennilegt af henni enda sé hún boðberi gagnsæis á kostnað einkalífs. Það veki auknar grunsemdir að frásögn hennar af atvikum sé ekki fullkomlega heiðarleg. Þá bætti Reimar við að þingmönnunum fjórum þætti eitthvað vanta inn í frásögn Báru, þ.e. miðað við það sem komið hefði fram í fjölmiðlum. Þá frásögn telji þeir ekki trúverðuga og hún standist ekki skynsemisskoðun. Því sé óásættanlegt að hafa ekki myndefnið af Klaustur bar til skoðunar.Bára hafi ekkert að felaAuður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Báru, sagði að málið væri þegar til meðferðar hjá Persónuvernd. Að öllum líkindum verði höfðað mál vegna upptakanna þar sem málið verður væntanlega leitt til lyktar. Þá sagði Auður að hægt væri að afla frekari upplýsinga á annan hátt en að leiða Báru til vitnis. Forsendur vitnamálsins væru brostnar eftir að Bára steig fram í viðtali og sagði Auður að Bára hefði ekkert að fela þó að hún hafnaði að gefa skýrslu. Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari sagði að málið yrði í framhaldinu tekið til úrskurðar, þ.e. hvort vitni yrðu kölluð fyrir dóminn og heimild veitt til að afla gagna úr myndavélum. Sagðist hann stefna á að kveða upp úrskurðinn fyrir vikulok en það gæti þó dregist. Þegar Bára kom aftur fram á ganginn eftir að þinghaldi lauk beið þar fjöldi fólks sem klappaði og kallaði „Bára Bára Bára.“Klippa: Báru fagnað í héraðsdómi Reykjavíkur
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira