Sex ára lokun Gömlu Hringbrautar hefur töluverð áhrif á leiðir Strætó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2018 11:46 Á myndinni má sjá þann hluta Gömlu Hringbrautar sem verður lokað vegna framkvæmda. Strætó Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg. Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Í janúar 2019 mun hluti Gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Þá hækkar gjaldskrá Strætó að meðaltali um tæp fjögur prósent um áramótin. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald verður 470 krónur eftir breytingar en var 460 krónur. Í eigendastefnu Strætó sem samþykkt var í apríl 2013 kemur fram að stefnt skuli að því að fargjaldatekjur standi undir allt að 40% af almennum rekstrarkostnaði Strætó. Í dag standa fargjaldatekjur undir rúmlega 30% af almennum rekstrarkostnaði félagsins.Strætó fer um Barónstíg Leiðir 1, 3 og 6 munu nota nýjan veg á gatnamótaum Gömlu Hringbrautar og Barónsstígs og aka í staðinn inn á Hringbraut. Þetta á við báðar áttir, til og frá Hlemmi. Biðstöðvarnar Landspítalinn og BSÍ sameinast í biðstöðina BSÍ/Landspítalinn. Leiðir 5 og 15 munu aka nýja leið til þess að komast milli Gömlu Hringbrautar og Snorrabrautar. Á leið vestur munu vagnarnir aka frá Hlemmi, inn á Snorrabraut og beygja inn Egilsgötu og Barónsstíg á leið sinni að Gömlu-Hringbraut. Nýjar biðstöðvar á leið vestur í átt frá Hlemm eru : Egilsgata/Barónsstígur, Barónsstígur/Landspítalinn og BSÍ/Landspítalinn. Á leið austur munu leiðirnar beygja inn á Barónsstíg og aka niður Bergþórugötu og inn á Snorrabraut á leið sinni á Hlemm. Nýjar biðstöðvar á leið austur í átt að Hlemm eru: BSÍ/Landspítalinn, Barónsstígur/Landspítalinn og Barónsstígur/Egilsgata.Klippa: Breytingar á leið Strætó vegna nýs LandspítalaStrætó snýr aftur við HörpuLeið 3 mun aka Kalkofnsveg og Sæbraut Í stað þess að aka Hverfisgötu, mun leið 3 aka um Kalkofnsveg og Sæbraut til og frá Hlemmi. Verður þetta í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem að Strætó stoppar við Hörpu, en í mars árið 2017 færðust sex strætóleiðir inn á Hverfisgötu vegna framkvæmda á gatnamótum Lækjargötu og Kalkofnsvegar. Nýjar biðstöðvar á leið 3 verða Arnarhóll/Lækjartorg, Harpa, Sæbraut/Vitastígur og Sæbraut/Frakkastígur. Allar biðsstöðvar á Hverfisgötu detta út á leið 3.Leið 14 styttist Á annatímum, seinni part dags lendir leið 14 gjarnan í miklum umferðartöfum og vögnunum gengur illa að halda áætlun. Sumarið 2017 var einum vagni og auka tíma bætt við leiðina í þeirri von að seinkanir myndu minnka. Sú breyting lagaði ástandið aðeins lítillega og meira þurfti til. Í stað þess að leiðin aki um Lækjargötu og Hringbraut til og frá Hlemmi, þá munu vagnarnir aka um Hverfisgötu til og frá Hlemmi. Strætó telur að þessi breyting muni auka áreiðanleika leiðar 14.Tímar breytast á leiðum 28 og 75 -Tímatöflu leiðar 28 verður breytt til að tryggja betri tengingar við Hamraborg og í þeirri von að tímajöfnun minnki í Dalaþingi. -Tímatöflu leiðar 75 verður breytt til þess hún passi betur við tómstundaiðkun ungmenna í Árborg.
Árborg Landspítalinn Samgöngur Strætó Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira