Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 13:19 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sprengisandur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sprengisandur Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent