Enn ein lægðin á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 07:48 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu. Vísir/Vilhelm Næstu dagar verða lítt frábrugðnir veðrinu að undanförnu. Búast má við mildri austlægri átt og að það verði fremur vætusamt, sérstaklega á Suðausturlandi. „Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu og fer vindur vaxandi allan daginn og nær hámarki seinnipartinn og annað kvöld, víða 15-23 m/s en allt að 28 m/s um tíma á svæðinu frá Mýrdal og vestur undir Þjórsárdal. Hviður mun hvassari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að óveðrið muni aðeins standa í nokkra klukkutíma og að þeir sem þurfi að fara akandi á milli landshluta að fylgjast vel með veðri á morgun. Þessu fylgir rigning og aukin hlýindi, mesta úrkoman verður á Austfjörðum og Suðausturlandi, en þar má búast við töluverðri rigningu seinnipartinn á morgun og fram á þriðjudag.Veðurhorfur á landinu Austlæg átt, 8-18 og víða rigning með morgninum, hvassast og jafnvel slydda á Vestfjörðum, en þurrt að kalla SV-lands. Lægir norðantil og styttir upp í kvöld, en SA 8-13 og skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Vaxandi austlæg átt á morgun, víða 15-23 seinnipartinn, en 23-28 um tíma syðst. Dregur úr vindi um kvöldið. Rigning með köflum, en talsverð rigning á Austfjörðum og SA-landi. Þurrt NV-til fram á kvöld. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Austlæg átt, 8-13 m/s framan af degi, en hvessir síðan, 15-25 um kvöldið, hvassast syðst um tíma seinnipartinn. Rigning víða um land, talsverð væta SA-lands um kvöldið, en úrkomulítið NV-til. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag: Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum og talsverð væta A-til, en annars mun úrkomuminna. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma, einkum fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost inn til landsins.Á fimmtudag: Fremur hæg austlæg átt og yfirleitt þurrt. Frostlaust að kalla með ströndinni en annars 1 til 8 stiga frost.Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir austan og norðaustan kalda með smá vætu og mildu veðri á S- og A-verðu landinu, en hægari, þurrt að kalla og vægt frost fyrir norðan. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Næstu dagar verða lítt frábrugðnir veðrinu að undanförnu. Búast má við mildri austlægri átt og að það verði fremur vætusamt, sérstaklega á Suðausturlandi. „Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu og fer vindur vaxandi allan daginn og nær hámarki seinnipartinn og annað kvöld, víða 15-23 m/s en allt að 28 m/s um tíma á svæðinu frá Mýrdal og vestur undir Þjórsárdal. Hviður mun hvassari,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að óveðrið muni aðeins standa í nokkra klukkutíma og að þeir sem þurfi að fara akandi á milli landshluta að fylgjast vel með veðri á morgun. Þessu fylgir rigning og aukin hlýindi, mesta úrkoman verður á Austfjörðum og Suðausturlandi, en þar má búast við töluverðri rigningu seinnipartinn á morgun og fram á þriðjudag.Veðurhorfur á landinu Austlæg átt, 8-18 og víða rigning með morgninum, hvassast og jafnvel slydda á Vestfjörðum, en þurrt að kalla SV-lands. Lægir norðantil og styttir upp í kvöld, en SA 8-13 og skúrir syðra. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst. Vaxandi austlæg átt á morgun, víða 15-23 seinnipartinn, en 23-28 um tíma syðst. Dregur úr vindi um kvöldið. Rigning með köflum, en talsverð rigning á Austfjörðum og SA-landi. Þurrt NV-til fram á kvöld. Hlýnar, hiti 3 til 9 stig annað kvöld.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Austlæg átt, 8-13 m/s framan af degi, en hvessir síðan, 15-25 um kvöldið, hvassast syðst um tíma seinnipartinn. Rigning víða um land, talsverð væta SA-lands um kvöldið, en úrkomulítið NV-til. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag: Austlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum og talsverð væta A-til, en annars mun úrkomuminna. Hiti 0 til 5 stig.Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og víða dálítil úrkoma, einkum fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost inn til landsins.Á fimmtudag: Fremur hæg austlæg átt og yfirleitt þurrt. Frostlaust að kalla með ströndinni en annars 1 til 8 stiga frost.Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir austan og norðaustan kalda með smá vætu og mildu veðri á S- og A-verðu landinu, en hægari, þurrt að kalla og vægt frost fyrir norðan.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira