Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 20:00 Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“ Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“
Húsnæðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira