Hagfræðingur um húsnæðismarkaðinn: „Við viljum ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. desember 2018 20:00 Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“ Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur að skortur á íbúðarhúsnæði hér á landi hafi oft á tíðum verið stórlega ofmetinn. Hann segir stærstu tækifærin hvað varðar aðkomu hins opinbera að úrbótum á húsnæðismarkaði felast í breyttu fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings og sveigjanlegra regluverki. Umræðan um húsnæðismarkaðinn sé stundum á villigötum. Sjaldan hefur eins mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis staðið yfir á höfuðborgarsvæðinu og nú. Umræðan um skort á íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði hefur verið fyrirferðarmikil og upp á síðkastið hafa ýmsir sérfræðingar velt vöngum yfir því hvort jafnvel stefni í offramboð. „Það er alveg raunhæfur möguleiki ef við förum ekki fram úr okkur alveg í hina áttina. Alveg eins og það hefur verið of lítið byggt á síðustu árum, þá er alveg jafn góður möguleiki að við komumst í þá stöðu að við sitjum allt í einu uppi með of margar íbúðir eftir kannski tvö þrjú ár,“ segir Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir því að stjórnvöld grípi til frekari aðgerða á húsnæðismarkaði. Þá hefur verið bent á að stór hluti þeirra íbúða sem nú eru í uppbyggingu, séu of dýrar fyrir þá sem eru í mestum vanda. Leysi engann vanda að dæla inn styrkjum „Það er alveg hægt að taka undir það að hluta að þær íbúðir sem hafa verið að koma inn á markaðinn á þessu ári eru kannski ekkert alveg það sem er mest verið að kalla á. En það er rosalega mikilvægt að hafa í hug að þegar þær íbúðir koma inn og einhver flytur inn í þær þá er það fólk að koma einhvers staðar annars staðar frá. Það losna íbúðir einhvers staðar annars staðar. Það þarf ekki að vera að sá sem er að koma nýr inn á húsnæðismarkaðinn til dæmis fari í nýtt húsnæði,“ segir Konráð. Hann segir afar erfitt að áætla um raunverulegan skort íbúðahúsnæðis en telur líklegt að hann hafi oft verið ofmetinn. „Maður veltir fyrir sér hvort að það þurfi endilega að gefa svo mikið meira í. Ég held að það sé nokkuð til í því sem hefur verið talað um af aðilum vinnumarkaðarins að það þurfi meira til, að þetta þurfi að gerast hraðar, ég get alveg tekið undir það. En við viljum aftur á móti ekki lenda í svipaðri stöðu og við vorum í fyrir tíu árum þegar það var of mikið af íbúðum og verðið var lágt og enginn vildi byggja,“ segir Konráð. Spurður hvort kröfur verkalýðshreyfingarinnar til stjórnvalda um að bregðast við með frekari aðgerðum á húsnæðismarkaði séu raunhæfar segir Konráð ýmis tækifæri liggja í aðkomu hins opinbera. „Mögulega með því að breyta því hvernig húsnæðisstuðningur er framkvæmdur. Svo er alltaf verið að horfa í reglugerðir og svo skipulagsferlið, er mögulega hægt að gera það sveigjanlegra þannig að það gangi einfaldlega bara hraðar fyrir sig án þess að draga mikið úr gæðunum það. Ég held að þetta séu stærstu tækifærin,“ segir Konráð. „Með því að bara dæla peningum inn á húsnæðismarkaðinn í einhverjum stuðningi og styrkjum og bótum, það leysir kannski ekki endilega vandann til lengri tíma. Því þetta er framboðsvandi og það verður að leysa hann á framboðshliðinni.“
Húsnæðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira