Bára leitar til Ragnars Aðalsteinssonar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 10:25 Ragnar Aðalsteinsson og kollegar hans á lögmannsstofunni Rétti munu veita Báru Halldórsdóttur, fötlunaraktívista og uppljóstrara í Klaustursmálinu svokallaða lagalega aðstoð. Bára tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Meðal þingmannanna voru fjórir úr röðum Miðflokksins sem vilja að málið fái meðferð fyrir dómstólum.RÚV greindi frá því að Ragnar hefði tekið málið að sér ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur en þau eru kollegar á Rétti.Vísir/BaldurRagnar, sem hefur marga fjöruna sopið og meðal annars verið í broddi fylkingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum undanfarin ár, segir mörg álitaefni í málinu. Í fyrstu var greindu fjölmiðlar frá því að Bára ætti að gefa skýrslu í dómssal. Það hefur verið leiðrétt en dómstjóri og héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa útskýrt að aðeins eigi að tilkynna Báru um að mögulega verði höfðað mál gegn henni. „Þetta er allt mjög óljóst,“ segir Ragnar aðspurður um hvað muni gerast þegar Bára mætir í dómssal á mánudaginn. Upphaflega hafi málið snúið að því að komast að því hver hefði tekið upp samtal sexmenninganna. Það hafi svo breyst þegar Bára steig fram og viðurkenndi að hafa tekið það upp á síma sinn. „Þá bað lögmaður fjórmenninganna um að fyrirtakan yrði ekki felld niður. Mér er algjörlega óljóst hvað eigi að gerast í fyrirtökunni,“ segir Ragnar og tekur undir með blaðamanni að um óvissuferð sé að ræða. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson og kollegar hans á lögmannsstofunni Rétti munu veita Báru Halldórsdóttur, fötlunaraktívista og uppljóstrara í Klaustursmálinu svokallaða lagalega aðstoð. Bára tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Meðal þingmannanna voru fjórir úr röðum Miðflokksins sem vilja að málið fái meðferð fyrir dómstólum.RÚV greindi frá því að Ragnar hefði tekið málið að sér ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur en þau eru kollegar á Rétti.Vísir/BaldurRagnar, sem hefur marga fjöruna sopið og meðal annars verið í broddi fylkingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum undanfarin ár, segir mörg álitaefni í málinu. Í fyrstu var greindu fjölmiðlar frá því að Bára ætti að gefa skýrslu í dómssal. Það hefur verið leiðrétt en dómstjóri og héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa útskýrt að aðeins eigi að tilkynna Báru um að mögulega verði höfðað mál gegn henni. „Þetta er allt mjög óljóst,“ segir Ragnar aðspurður um hvað muni gerast þegar Bára mætir í dómssal á mánudaginn. Upphaflega hafi málið snúið að því að komast að því hver hefði tekið upp samtal sexmenninganna. Það hafi svo breyst þegar Bára steig fram og viðurkenndi að hafa tekið það upp á síma sinn. „Þá bað lögmaður fjórmenninganna um að fyrirtakan yrði ekki felld niður. Mér er algjörlega óljóst hvað eigi að gerast í fyrirtökunni,“ segir Ragnar og tekur undir með blaðamanni að um óvissuferð sé að ræða.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Héraðsdómari áréttar að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram. 12. desember 2018 12:03