Vinnustaðasálfræðingur með starfsmenn Rásar 1 í meðferð Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2018 09:48 Þröstur segir að þau á Rás 1 hafi verið að vinna í að efla innra samtal og samstarf, efla teymið með aðstoð sérfræðinga. Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Að undanförnu hefur vinnusálfræðingur verið fenginn til að fara yfir samskipti á vinnustað með starfsmönnum Rásar 1. Nýverið var gerð könnun á viðhorfum starfsmanna gagnvart stofnuninni og kom á daginn að á flestum deildum stofnunarinnar, sem telur um 250 starfsmenn, var ánægja ríkjandi. Nema, könnunin leiddi í ljós óánægju meðal starfsmanna á Rás 1 en þar eru fastir starfsmenn í kringum á þriðja tug auk lausafólks. Vísir hefur rætt við nokkra starfsmenn á RÚV sem lýsa þessu sem heldur hvimleiðri kvöð, að sitja undir glærusýningum og fundi með vinnustaðasálfræðingum sem fara vandlega í saumana á samskiptum á vinnustað. Einkum þar sem þeir telja þennan vanda snúa að einum manni sem er Þröstur Helgason yfirmaður Rásar 1. Hann þykir ekki mjög lipur í mannlegum samskiptum.Mannauðsstjóri kannaðist ekki við neina vinnustaðasálfræðinga Þegar Vísir bar þetta undir Þóru Margréti Pálsdóttur mannauðsstjóra stofnunarinnar sagði hún þetta ekki rétt. Og að hún hafi ekkert um svona mál að segja. Breytti engu þó henni væri bent á að Vísir hefði fyrir þessu margvíslegar heimildir. En, sem betur fer kannaðist Þröstur Helgason hins vegar við málið, þegar í hann náðist:Þóra Margrét mannauðsstjóri kannaðist ekkert við málið.„Við erum alltaf að kappkosta að gera betur og eitt af því sem við höfum verið að vinna í er að efla innra samtal og samstarf, efla teymið. Ég sem stjórnandi reyni að bregðast við þeim ábendingum sem fram koma,“ segir Þröstur og lýsir því að þau á Rás 1 hafi ákveðið að þjappa hópnum saman með vinnufundum þar sem sérfræðingur leiðir umræður í hópnum um vinnuna, samskiptin og álag í starfi. „Þetta hefur gert okkur gott og mér þar á meðal. Markmiðið er að halda áfram að bæta dagskrána á Rás 1 á sama tíma og við þjöppum hópnum saman.“Rás 1 í stórsókn Þröstur gefur ekkert út á það að hann þyki ekki það sem einn starfsmanna RÚV kallaði „peoples person“ en, það fylgdi jafnframt sögunni að hlustun á Rás 1 hefur aukist mjög undir stjórn Þrastar. „Jú, það er rétt, hlutdeild Rásar 1 í útvarpshlustun hefur aukist umtalsvert síðustu misseri og ár. Hlustunin hefur ekki verið meiri um árabil en aukningin er um það bil 20 prósent. Á þessu ári hefur hlutdeild Rásar 1 verið 23 prósent en hún var 16 prósent árið 2014.“ Þröstur segir hlutdeild Rásar 1 hafa á þessu ári farið mest upp í 27 prósent en það er mesta hlutdeild sem mælst hefur frá því að rafrænar mælingar hófust fyrir áratug eða svo. „Við erum afskaplega stolt af þessu enda ekki sjálfgefið á þessum tímum að vandað útvarp þar sem gefinn er tími til að kryfja mál fái meiri hlustun. Ástæðan er auðvitað sú að við búum að einstaklega sterkum hópi dagskrárgerðamanna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira