Grunur um að fleiri en fimmtíu karlar hafi keypt vændi af fatlaðri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2018 18:30 Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Grunur leikur á að um eða yfir fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis þar sem unnið er að því að koma málum hennar í farveg hjá lögreglu. Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Frá því miðstöðin var stofnuð fyrir um tveimur árum hefur fjöldi fólks leitað þangað, aðallega konur, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. „Við erum með alvarlegt mál í farvegi þar sem við kemur kynferðislegt ofbeldi á fatlaðri konu sem er í formi vændis sem við erum að undirbúa að koma í farveg hjá lögreglu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Málið sé gríðarlega umfangsmikið. „Það eru margir aðilar sem hafa sótt eftir þjónustu hennar og keypt vændi af þessari konur og þetta er bara mjög alvarlegt mál.“Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.Stöð 2Hve margir ?„Þetta er yfir nokkra mánuði og það eru í kring um fimmtíu eða sextíu manns,“ segir Ragna. Reynt sé eftir fremsta megni að hlúa vel að konunni og að tryggja öryggi hennar.Ekki í fyrsta í sinn Í Bjarkarhlíð starfi lögregla sem vinnur nú að því að koma málinu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verið sent á allra næstu dögum og því ekki tímabært að segja nánar frá umfanginu. Ragna Björg segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem fatlað fólk leiti til Bjarkarhlíðar. „Það hafa farið nokkuð mörg mál í gegn hjá okkur þar sem aðstæðurnar eru svona. Við köllum ekki til lögreglu nema einstaklingurinn sé tilbúin til þess og sem betur fer hefur það gerst í nokkrum málum.“Fatlað fólk útsett fyrir ofbeldi Þannig sé nokkuð algengt að fatlað fólk eða fólk með þroskaskerðingu leiti til Bjarkarhlíðar eftir að hafa verið beitt ofbeldi. „Þetta er fólk sem er útsett fyrir ofbeldi. Og ein afleiðingin sem við sjáum alvarlegasta þegar kemur að fötluðu fólki að það er þegar það hefur leitast út í vændi sem afleiðingu af því ofbeldi sem það hefur orðið fyrir.“ Ragna segir að vændiskaupendurnir komist oft í kynni við þolendur í gegn um samfélagsmiðla. „Það virðist bara því miður vera nóg af kaupendum, þeim sem eru tilbúnir að beita annað fólk ofbeldi. Það er nú bara raunveruleikinn í dag, því miður!“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira