Samkomulag náðist um að ljúka samgönguáætlun á nýju ári Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 08:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra. Vísir/vilhelm „Ég hef fullan skilning á því og þess vegna er það auðvitað frábært að við náðum samkomulagi í gær, formenn flokkanna, að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar á næsta ári,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvort ekki þyrfti að ræða betur þær breytingartillögur við samgönguáætlun sem fela í sér að lagðir verða veggjöld á ýmsar leiðir hér á landi. Það er því ljóst að ekki verður tekin ákvörðun um veggjöld að sinni en það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í gær þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna.Sjá einnig:Veggjöld - Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál„Þannig að það gefist meiri tími til þess að ræða málið í þinginu. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru einir sex fundadagar í janúar og það voru bara allir tilbúnir til þess að fara þessa leið og ég held að það sé mjög mikilvægt að reyna að halda hópinn í þessari kerfisbreytingu því að hún er varanleg til langs tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins samkvæmt breytingartillögunni. „Ég held að þetta sé mjög góð lending af hálfu þingsins og geri það að verkum að vonandi verður umræðan meira yfirveguð en var svona síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigurður Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Þar fer Sigurður Ingi nánar út í röksemdirnar fyrir því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
„Ég hef fullan skilning á því og þess vegna er það auðvitað frábært að við náðum samkomulagi í gær, formenn flokkanna, að ljúka samgönguáætlun fyrir 1. febrúar á næsta ári,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun aðspurður um hvort ekki þyrfti að ræða betur þær breytingartillögur við samgönguáætlun sem fela í sér að lagðir verða veggjöld á ýmsar leiðir hér á landi. Það er því ljóst að ekki verður tekin ákvörðun um veggjöld að sinni en það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í gær þegar rætt var um breytingartillögur umhverfis og samgöngunefndar á samgönguáætlun. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu meirihlutann á þingi um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna.Sjá einnig:Veggjöld - Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál„Þannig að það gefist meiri tími til þess að ræða málið í þinginu. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru einir sex fundadagar í janúar og það voru bara allir tilbúnir til þess að fara þessa leið og ég held að það sé mjög mikilvægt að reyna að halda hópinn í þessari kerfisbreytingu því að hún er varanleg til langs tíma,“ sagði Sigurður Ingi. Veggjöld yrðu tekin upp á öllum stofnbrautum til og frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins samkvæmt breytingartillögunni. „Ég held að þetta sé mjög góð lending af hálfu þingsins og geri það að verkum að vonandi verður umræðan meira yfirveguð en var svona síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigurður Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér að neðan. Þar fer Sigurður Ingi nánar út í röksemdirnar fyrir því að taka upp veggjöld á völdum leiðum.
Samgöngur Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20