Innlent

Færri börn dvelja í Kvennaathvarfinu

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka um kvennaatkvarf.
Sigþrúður Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka um kvennaatkvarf. Fréttablaðið/GVA
Um það bil helmingi færri börn komu til dvalar í Kvenna­athvarfinu á árinu sem er að líða en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Kvennaathvarfinu hafa 57 börn komið til dvalar þar það sem af er ári en þau voru 126 í fyrra.

Fjöldi kvenna sem koma til dvalar í athvarfinu er hins vegar svipaður milli ára. Þær voru 149 í fyrra en eru 123 það sem af er þessu ári. Auk þeirra kvenna sem komið hafa til dvalar í Kvennaathvarfinu hafa 216 konur komið í samtals 448 viðtöl á árinu.




Tengdar fréttir

Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir meðaldvöl kvenna í athvarfinu vera að lengjast og fleiri konur hafa dvalið þar heldur en undanfarin tuttugu ár. Jólahátíðin var haldin hátíðleg í athvarfinu og konunum og börnum þeirra leið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×