Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2018 09:00 Heimir segir Hólavallakirkjugarð draga dám af borgarskipulaginu. Fréttablaðið/Stefán Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira
Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Sjá meira