Tíðarandinn nær jafnvel í gegn í kirkjugörðunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2018 09:00 Heimir segir Hólavallakirkjugarð draga dám af borgarskipulaginu. Fréttablaðið/Stefán Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira
Hólavallakirkjugarði hefur aldrei verið raskað, við eigum enn fyrstu gröfina og vitum hvar hún er,“ segir Heimir Björn Janusarson, umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu sem tekinn var í notkun í nóvember 1838 og er því rétt rúmlega 180 ára. Hólavallagarður tók við af Víkurgarði sem síðar hlaut nafnið Fógetagarður og er umdeildur staður á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis. Þar segir Heimir Björn fólk hafa verið grafið á fólk ofan í um 1.000 ár. Sami háttur hafi verið hafður á úti um alla Evrópu. Hann minnir á að við eigum fleiri gamla kirkjugarða í Reykjavík, til dæmis í Laugarnesi, Gufunesi og í Skógarseli í Breiðholti. Þeim hafi öllum verið raskað á einhvern hátt. „En sínotkun á kirkjugörðum lagðist af þegar menn áttuðu sig á sjúkdómahættu og meiri helgi var viðhöfð,“ lýsir hann. Fjöldi Íslendinga hefur verið til moldar borinn í Hólavallagarði, jafnvel fram á 21. öld og þá í gamla frátekna fjölskyldugrafreiti. Heimir Björn segir skipulag garðsins sýna vissa þróun og heldur því fram að kirkjugarðar Reykjavíkur endurspegli borgarskipulagið að vissu leyti. „Þegar beinar línur myndast í Reykjavík, birtast líka beinar línur í kirkjugarðinum. Þegar götur eru gerðar í borginni verða líka til götur í kirkjugarðinum og þegar götur borgarinnar verða steinsteyptar, þá kemur líka steypa í kirkjugarðinn. Að ganga götuna sem liggur syðst í Hólavallagarði er eins og að ganga niður Snorrabrautina, þar sem Bergþórugata, Njálsgata og Grettisgata koma þvert á hana með sínum rammbyggðu húsum, nákvæmlega eins og steyptu reitirnir eru í garðinum.“ Í kirkjugarðinum í Grafarvogi er þetta svipað, að sögn Heimis Björns. „Grafarvogsgarðurinn er hannaður á áttunda áratug síðustu aldar, á sama tíma og hverfið í kring og þá snerist allt um bíla. Mörg bílastæði eru við hvert hús og í garðinum átti að vera hægt að keyra að hverju leiði. Nú hefur því verið breytt. Tíðarandinn nær alls staðar í gegn.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjá meira