Hlutir sem ættu að snúa aftur á Laugaveginn 11. desember 2018 07:00 Don Cano var mjög vinsælt tískumerki á níunda áratugnum. Hér eru Hólmfríður Karlsdóttir og Guðmundur Hreiðarsson í auglýsingu fyrir fyrirtækið. Mynd/Sigurgeir Sigurjónsson Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að í endurkomu - líkt og fatamerkið.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Löwenbräu Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu lauk fengust fimm bjórtegundir í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull, Sanitas Pilsner og Lageröl, Budweiser og Löwenbräu. ÁTVR-búðin í miðbænum er miðuð að ferðamönnum og það er lítið um Löwenbräu. Reyndar finnst þessi goðsagnakenndi bjór ekki í hillum ÁTVR. Ameríski barinn er til, írski barinn og sá danski en hvar er sá þýski? Nostalgía í hverjum sopa.Yfirvaraskegg Lostakústar Toms Selleck, Freddys Mercury, Tobba Jens og Marteins Geirssonar voru ekkert minna en stórkostlegir. Ekki væri úr vegi að bjóða upp á sérstakt lostakústahorn á hár- og rakarastofum Laugavegarins. Þar væri líka hægt að fá sítt að aftan, permanent og aðrar geggjaðar greiðslur fortíðar.Afaskyrturnar Pearl Jam og grunge-lúkkið er vanmetin snilld. Vissulega hægt að finna þessar skyrtur einhvers staðar en það mætti vera sérstakt horn í Vinnufatabúðinni með þessum óð til fortíðarRaftækin Þegar Don Cano tröllreið tískunni hér heima voru barnapíur sjónvarpsins að ryðja sér til rúms. Sinclair Spectrum, Binatone-tölvan, PC 386, Commodore og Amstrad ættu auðvitað að eiga sitt horn í Tiger. Nintendo selur litlu nostalgíutölvuna sína og það vilja allir horfa aðeins til fortíðar – helst með túbusjónvarpi.Spilavinir Spilavinir eru í Faxafeni. Þar er stórkostlegt að koma og vera. En Trivial Pursuit finnst ekki í búðarhillum lengur. Stórkostlegasta fjölskylduspil allra tíma. Trúlega eru spurningaspil liðin tíð en hver vill ekki fá sömu spurninguna aftur og aftur og vinna með örlitlu svindli?Hljómborð Hljóðgervlar og önnur rafhljóðfæri sköpuðu mikið af tónlist þegar fólk klæddist Don Cano. Það væri nú ekki vitlaust að vera með gott 90´s horn í hljóðfærabúð Laugavegs - sem er hvergi.DVD-diskurinn Hver saknar ekki DVD-disksins? Ekki hægt að spóla yfir kynningar sem var troðið upp á neytandann og hann varð að vera í ákveðnu „region“! Sumir eiga reyndar enn sinn DVD-spilara – sem er merkilegt. Það þyrfti reyndar að vera myndbandaleiga á Laugavegi, sem er ekki – fyrir utan DVD-barnamyndahornið í Bónus. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að í endurkomu - líkt og fatamerkið.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Löwenbräu Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu lauk fengust fimm bjórtegundir í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull, Sanitas Pilsner og Lageröl, Budweiser og Löwenbräu. ÁTVR-búðin í miðbænum er miðuð að ferðamönnum og það er lítið um Löwenbräu. Reyndar finnst þessi goðsagnakenndi bjór ekki í hillum ÁTVR. Ameríski barinn er til, írski barinn og sá danski en hvar er sá þýski? Nostalgía í hverjum sopa.Yfirvaraskegg Lostakústar Toms Selleck, Freddys Mercury, Tobba Jens og Marteins Geirssonar voru ekkert minna en stórkostlegir. Ekki væri úr vegi að bjóða upp á sérstakt lostakústahorn á hár- og rakarastofum Laugavegarins. Þar væri líka hægt að fá sítt að aftan, permanent og aðrar geggjaðar greiðslur fortíðar.Afaskyrturnar Pearl Jam og grunge-lúkkið er vanmetin snilld. Vissulega hægt að finna þessar skyrtur einhvers staðar en það mætti vera sérstakt horn í Vinnufatabúðinni með þessum óð til fortíðarRaftækin Þegar Don Cano tröllreið tískunni hér heima voru barnapíur sjónvarpsins að ryðja sér til rúms. Sinclair Spectrum, Binatone-tölvan, PC 386, Commodore og Amstrad ættu auðvitað að eiga sitt horn í Tiger. Nintendo selur litlu nostalgíutölvuna sína og það vilja allir horfa aðeins til fortíðar – helst með túbusjónvarpi.Spilavinir Spilavinir eru í Faxafeni. Þar er stórkostlegt að koma og vera. En Trivial Pursuit finnst ekki í búðarhillum lengur. Stórkostlegasta fjölskylduspil allra tíma. Trúlega eru spurningaspil liðin tíð en hver vill ekki fá sömu spurninguna aftur og aftur og vinna með örlitlu svindli?Hljómborð Hljóðgervlar og önnur rafhljóðfæri sköpuðu mikið af tónlist þegar fólk klæddist Don Cano. Það væri nú ekki vitlaust að vera með gott 90´s horn í hljóðfærabúð Laugavegs - sem er hvergi.DVD-diskurinn Hver saknar ekki DVD-disksins? Ekki hægt að spóla yfir kynningar sem var troðið upp á neytandann og hann varð að vera í ákveðnu „region“! Sumir eiga reyndar enn sinn DVD-spilara – sem er merkilegt. Það þyrfti reyndar að vera myndbandaleiga á Laugavegi, sem er ekki – fyrir utan DVD-barnamyndahornið í Bónus.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira