Stefnir í hart vegna auglýsingar Icelandic Wildlife Fund í Leifsstöð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. desember 2018 06:15 Skiltið hékk í nokkra daga uppi í Leifsstöð áður en starfsmenn Isavia tóku það niður. Textanum hefur nú verið breytt lítillega en skiltið fæst ekki sett upp. IWF Icelandic Wildlife Fund hefur sent Isavia kröfu um að auglýsingaskilti um villta atlantshafslaxinn verði sett upp í Leifsstöð að nýju. Annars leiti samtökin réttar síns. Skiltið var tekið niður eftir að hafa hangið örfáa daga í komusal Leifsstöðvar síðastliðið haust. Isavia sagði auglýsinguna brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa og reglum Isavia um að auglýsingar varði ekki deilumál tveggja hópa, um að upplýsingar séu ekki rangar og þær vegi hvorki að fólki né fyrirtækjum. Samtökin leituðu til siðanefndar SÍA sem sagði skiltið hvorki hafa vegið að fólki né fyrirtækjum en að ekki yrði fullyrt hvort staðhæfingar á skiltinu væru vísindalega sannaðar. Í kjölfarið var skiltinu breytt lítillega og svo óskað eftir uppsetningu að nýju. Isavia synjaði því. Hafa samtökin því leitað lögfræðiaðstoðar. „Við erum búin að gera þær breytingar sem Isavia óskaði eftir þegar skiltið var tekið niður og förum ekki fram á annað en að það verði sett upp,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. Í bréfi frá lögfræðingi IWF er þess krafist að skiltið verði sett upp í síðasta lagi í dag. Annars sjái samtökin sig tilneydd til að leita réttar síns eftir öðrum leiðum og áskilji sér einnig rétt til að krefja Isavia um bætur. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Icelandic Wildlife Fund hefur sent Isavia kröfu um að auglýsingaskilti um villta atlantshafslaxinn verði sett upp í Leifsstöð að nýju. Annars leiti samtökin réttar síns. Skiltið var tekið niður eftir að hafa hangið örfáa daga í komusal Leifsstöðvar síðastliðið haust. Isavia sagði auglýsinguna brot á siðareglum Sambands íslenskra auglýsingastofa og reglum Isavia um að auglýsingar varði ekki deilumál tveggja hópa, um að upplýsingar séu ekki rangar og þær vegi hvorki að fólki né fyrirtækjum. Samtökin leituðu til siðanefndar SÍA sem sagði skiltið hvorki hafa vegið að fólki né fyrirtækjum en að ekki yrði fullyrt hvort staðhæfingar á skiltinu væru vísindalega sannaðar. Í kjölfarið var skiltinu breytt lítillega og svo óskað eftir uppsetningu að nýju. Isavia synjaði því. Hafa samtökin því leitað lögfræðiaðstoðar. „Við erum búin að gera þær breytingar sem Isavia óskaði eftir þegar skiltið var tekið niður og förum ekki fram á annað en að það verði sett upp,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. Í bréfi frá lögfræðingi IWF er þess krafist að skiltið verði sett upp í síðasta lagi í dag. Annars sjái samtökin sig tilneydd til að leita réttar síns eftir öðrum leiðum og áskilji sér einnig rétt til að krefja Isavia um bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00
Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. 26. október 2018 06:00