Full hreinskilinn á köflum Sólveig Gísladóttir skrifar 29. desember 2018 08:00 Kristófer Jensson syngur með hljómsveitinni Lights on the Highway í kvöld og annað kvöld á Hard Rock. Sveitin hefur ekki komið saman í þrjú ár og Kristófer hlakkar mikið til. Fréttablaðið/ERNIR Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Þrjú ár eru síðan Lights on the Highway kom saman síðast en sveitin átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012. Sveitin gaf út tvær breiðskífur á tímabilinu, seinni platan, Amanita Muscaria, var tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009. Söngvari sveitarinnar, Kristófer Jensson, svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Fjölskylda? Konan mín er Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir, Adda, og börnin mín eru Kristel Eva, 11 ára, og Katla Maren, 3 ára.Hljómsveitir sem þú hefur verið í? Cyclone, Carpet, Thin Jim and the Castaways, Lights on the Higway.Áttu þér gælunafn? Oftast kallaður Kristó.Hvert er áramótaheitið fyrir 2019? Ég hef aldrei gefið út einhver sérstök áramótaheit, en ætlar maður ekki alltaf að reyna að vera betri útgáfa af sjálfum sér á nýju ári?Besta augnablik síðasta árs? Sumarfríið með fjölskyldunni.Kærasta æskuminningin? Heyskapur í sveitinni minni að Eiði í Kolgrafarfirði.Neyðarlegasta atvikið? Þegar ég hrundi í gólfið fyrir framan fullan strætó af fólki í Brighton á Englandi. Stóð upp til að hringja bjöllunni og var búinn að gleyma að það voru „pull up“ sæti í vagninum. Þegar ég ætlaði að setjast aftur var sætið farið. Það sprungu allir úr hlátri í vagninum, enda mjög fyndið atvik.Heitur pottur eða gufubað? Heitur pottur, svo gufubað.Klukkan hvað ferðu að sofa á kvöldin? Í kring um miðnætti.Hvenær vaknar þú á morgnana? Korter í sjö.Áttu bíl? Nei, en konan mín á tvo.Ástin er?… …?eins og sinueldur, ástin er segulstál.Bíómyndin sem þú getur horft á aftur og aftur? Requiem for a Dream.Þinn helsti löstur? Ég er full hreinskilinn á köflum.Þinn besti kostur? Að ég er full hreinskilinn á köflum.Áttu þér leikaratvífara? Einhverjir hafa sagt Mads Mikkelsen sem ég reyndar skil ekki.Áttu gæludýr? Nei.Draumahelgin? Rólegheit heima hjá mér með fjölskyldunni.Næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Hard Rock Reykjavík með Lights on the Highway 29. og 30. desember. Það eru þrjú ár frá því að við komum saman síðast þannig að það er mikil tilhlökkun hjá okkur. Uppselt er á fyrri tónleikana en einhverjir miðar eftir á seinni á tix.is. Svo bara áramót með öllu tilheyrandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Felix kveður Eurovision Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira