Sakar nágrannann og bæinn um blekkingar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. desember 2018 07:15 Framkvæmdir eru í gangi handan trjánna neðan við sumarhúsið Lyngholt í Mosfellsdal þrátt fyrir kvaðir á afsali frá 1940. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ása Jónsdóttir sem á sumarbústað í Mosfellsdal hefur kært byggingarframkvæmdir nágranna síns og fullyrðir að skipulagsstjóri Mosfellsbæjar hafi blekkt hana er hún spurðist fyrir við upphaf framkvæmdanna. „Verið er að blekkja mig, gamalmennið, á ótrúlegan hátt til að koma í veg fyrir það að ég muni verja lögvarinn rétt minn,“ segir Ása, sem er 82 ára, í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Faðir Ásu keypt árið 1940 sumarhúsið Lyngholt af ömmu og afa mannsins sem síðar eignaðist húsið Brekkukot. Í kærunni segir Ása að skömmu eftir andlát föður hennar hafi Brekkukotshúsið verið reist í leyfisleysi og „á skömmum tíma með sviksamlegum hætti“ sunnan sumarhússins. Og nú eru aftur hafnar framkvæmdir nærri sumarhúsinu. Segir Ása að á undanförnum mánuðum hafi eigandi Brekkukots undirbúið framkvæmdir „á því svæði sem liggur næst lóðamörkum mínum og blasir það við svæði frá aðalstofu hússins og palli sem mest eru notuð og versta stað sem hugsast getur fyrir hús mitt“. Að sögn Ásu taldi hún, þegar jarðvegsframkvæmdir hófust, að nágranni hennar, sem unnið hafi fyrir Mosfellsbæ, hafi ætlað að útbúa stæði fyrir vélar. Hana hafi ekki grunað að til stæði að reisa hús. Eftir að hafa lesið í Fréttablaðinu um aukaúthlutun í Brekkukoti segir Ása hins vegar að strax hafi hvarflað að henni að nágranninn hefði verið að taka grunn að nýjum bústað. „Hafði ég þá strax samband við skipulagsstjóra, Ólaf Melsteð, sem fullvissaði mig um að svo væri ekki; sagðist hafa skroppið upp eftir til Gísla [eiganda Brekkukots] sem fullyrti að þetta væru ekki húsaframkvæmdir,“ lýsir Ása í kærunni. „Raunin var sú að blekkingarleikur var í gangi, allt virðist hafa verið ákveðið löngu fyrirfram.“ Segir Ása að 7. desember síðastliðinn hafi hún fyrir tilviljun lesið í Fréttablaðinu um aðalskipulagstillögu sem heimili byggingu nýs íbúðarhúss við Brekkukot. Því hafi ranglega verið haldið fram að henni hefði verið send tilkynning um málið. „Enn ein blekkingin,“ segir hún. Vísar Ása í gamla skilmála um bann við byggingum. „Eigendur Brekkukots vissu fullvel um innihald afsals míns og byggingarbann á melnum, enda nátengd fjölskyldunni sem seldi pabba landspilduna. Beri þau annað á borð eru þau ekki að segja sannleikann.“ Kveðst Ása algerlega á móti nýjum byggingum neðan við bústaðinn sem muni rýra verðgildi hans umtalsvert og raska þar friði. „Mér virðist annarlegar ástæður að baki þessari skipulagssamþykkt,“ segir Ása í kærunni. Öðrum hafi verið synjað um aukalóðir. „Þar sem afsal mitt er í fullu gildi með lögvörðum rétti um byggingarbann á melnum, fæ ég ekki skilið hvers vegna eigendur Brekkukots fá ekki afsvar við lóðaumsókn sinni.“ Í minnisblaði frá lögmanni Mosfellsbæjar er staðfest að skjalinu sem Ása nefnir hafi verið þinglýst á sumarhúsið Lyngholt. Skjalinu hafi hins vegar aldrei verið þinglýst á Brekkukot. Hafi eigendur Brekkukots ekki vitað af kvöðinni ættu þeir ekki að þurfa að lúta henni. Réttindin, sem var þinglýst, séu engu að síður gild, segir lögmaðurinn og skuldbindandi fyrir þann sem veitti þau. „Svo virðist hins vegar sem viðkomandi hafi ekki efnt samning sinn við bréfritara [Ásu] með því að tryggja að takmörkuninni yrði þinglýst á Brekkukot. Bréfritari á því mögulega rétt á skaðabótum úr hans hendi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ása Jónsdóttir sem á sumarbústað í Mosfellsdal hefur kært byggingarframkvæmdir nágranna síns og fullyrðir að skipulagsstjóri Mosfellsbæjar hafi blekkt hana er hún spurðist fyrir við upphaf framkvæmdanna. „Verið er að blekkja mig, gamalmennið, á ótrúlegan hátt til að koma í veg fyrir það að ég muni verja lögvarinn rétt minn,“ segir Ása, sem er 82 ára, í kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Faðir Ásu keypt árið 1940 sumarhúsið Lyngholt af ömmu og afa mannsins sem síðar eignaðist húsið Brekkukot. Í kærunni segir Ása að skömmu eftir andlát föður hennar hafi Brekkukotshúsið verið reist í leyfisleysi og „á skömmum tíma með sviksamlegum hætti“ sunnan sumarhússins. Og nú eru aftur hafnar framkvæmdir nærri sumarhúsinu. Segir Ása að á undanförnum mánuðum hafi eigandi Brekkukots undirbúið framkvæmdir „á því svæði sem liggur næst lóðamörkum mínum og blasir það við svæði frá aðalstofu hússins og palli sem mest eru notuð og versta stað sem hugsast getur fyrir hús mitt“. Að sögn Ásu taldi hún, þegar jarðvegsframkvæmdir hófust, að nágranni hennar, sem unnið hafi fyrir Mosfellsbæ, hafi ætlað að útbúa stæði fyrir vélar. Hana hafi ekki grunað að til stæði að reisa hús. Eftir að hafa lesið í Fréttablaðinu um aukaúthlutun í Brekkukoti segir Ása hins vegar að strax hafi hvarflað að henni að nágranninn hefði verið að taka grunn að nýjum bústað. „Hafði ég þá strax samband við skipulagsstjóra, Ólaf Melsteð, sem fullvissaði mig um að svo væri ekki; sagðist hafa skroppið upp eftir til Gísla [eiganda Brekkukots] sem fullyrti að þetta væru ekki húsaframkvæmdir,“ lýsir Ása í kærunni. „Raunin var sú að blekkingarleikur var í gangi, allt virðist hafa verið ákveðið löngu fyrirfram.“ Segir Ása að 7. desember síðastliðinn hafi hún fyrir tilviljun lesið í Fréttablaðinu um aðalskipulagstillögu sem heimili byggingu nýs íbúðarhúss við Brekkukot. Því hafi ranglega verið haldið fram að henni hefði verið send tilkynning um málið. „Enn ein blekkingin,“ segir hún. Vísar Ása í gamla skilmála um bann við byggingum. „Eigendur Brekkukots vissu fullvel um innihald afsals míns og byggingarbann á melnum, enda nátengd fjölskyldunni sem seldi pabba landspilduna. Beri þau annað á borð eru þau ekki að segja sannleikann.“ Kveðst Ása algerlega á móti nýjum byggingum neðan við bústaðinn sem muni rýra verðgildi hans umtalsvert og raska þar friði. „Mér virðist annarlegar ástæður að baki þessari skipulagssamþykkt,“ segir Ása í kærunni. Öðrum hafi verið synjað um aukalóðir. „Þar sem afsal mitt er í fullu gildi með lögvörðum rétti um byggingarbann á melnum, fæ ég ekki skilið hvers vegna eigendur Brekkukots fá ekki afsvar við lóðaumsókn sinni.“ Í minnisblaði frá lögmanni Mosfellsbæjar er staðfest að skjalinu sem Ása nefnir hafi verið þinglýst á sumarhúsið Lyngholt. Skjalinu hafi hins vegar aldrei verið þinglýst á Brekkukot. Hafi eigendur Brekkukots ekki vitað af kvöðinni ættu þeir ekki að þurfa að lúta henni. Réttindin, sem var þinglýst, séu engu að síður gild, segir lögmaðurinn og skuldbindandi fyrir þann sem veitti þau. „Svo virðist hins vegar sem viðkomandi hafi ekki efnt samning sinn við bréfritara [Ásu] með því að tryggja að takmörkuninni yrði þinglýst á Brekkukot. Bréfritari á því mögulega rétt á skaðabótum úr hans hendi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mosfellsbær Skipulag Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent