Samfélagið endurskoði hug sinn til flugelda Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2018 20:00 Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún. Flugeldar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Rakel Kristinsdóttir, íbúi í Hlíðunum, kom á samstarfi milli íbúasamtaka ýmissa hverfa í Reykjavík og Reykjavíkurborgar til að auka öryggi fólks um áramótin. Í fyrra kannaði hún áhuga fólks í Hlíðunum til að hittast á Klambratúni og skjóta upp flugeldum saman. Í kjölfarið áttaði hún sig á því að taka þarf þetta skrefinu lengra og auka öryggi íbúa sem og ferðamanna í kringum þennan mikla flugeldatíma. Æ algengara er að fjöldi fólk safnist saman til að skjóta upp flugeldum um áramótin. Samkomur sem þessar eru fjörugar en geta einnig verið hættulegar, en um hver áramót verða slys af völdum flugelda. Síðustu ár hefur aukist til muna að fólk sæki til dæmis á Skólavörðuholtið en í ár verður boðið upp á þrjú afmörkuð svæðitil að skjóta upp á í Reykjavík. Svæðin sem um ræðir eru á Skólavörðuholti, Klambratúni og við Landakot en með þessu á að draga úr hættu á slysum. Gæsluliðar verða á þessum þremur stöðum frá klukkan tíu og fram yfir miðnætti. Reykjavíkurborg er svo í samstarfi við lögregluna við að loka fyrir bílaumferð um Skólavörðuholtið til að tryggja öryggi enn betur. „Fólk sem vill skjóta fer þá á þessu skotsvæði og skýtur þar upp flugeldunum. Hinir geta þá staðið í hæfilegri fjarlægð og fylgst með án þess að eiga á hættu að fá flugeldana í sig. Létum útbúa sérstaka skotpalla svo fólk geti notað þá og flugeldarnir velta þá síður um koll,” segir Rakel. Hún segir nauðsynlegt að gæta meira að öryggi í kringum flugeldana. Hingað komi margir ferðamenn sem koma til að upplifa áramótin og mikilvægt sé að huga að öryggi þeirra á þessum fjölförnu stöðum. Hún veltir þó fyrir sér framtíð flugeldanna. „Á einhverjum tímapunkti munu flugeldar verða takmarkaðir og jafnvel bannaðir. Ég held að það sé mikilvægt að við sem samfélag skoðum þetta í sameiningu, horfum til framtíðar og finnum nýjar fjármögnunarleiðir til að aðstoða björgunarsveitirnar,“ segir hún.
Flugeldar Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira