Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 11:08 Falleg mynd af ljósaskreytingum á leiðum ástvina. Instagram Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST Apple Jól Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST
Apple Jól Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Lífið samstarf Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning