Lagafrumvarp um vegtolla lagt fram í mars Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2018 13:37 Jón Gunnarsson er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Stöð 2/Bjarni Einarsson. Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón. Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Gunnarsson formaður umhverfis-og samgöngunefndar er bjartsýnn á að tímaáætlun samgönguáætlunar standist og lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku verði lagt fram í mars á næsta ári. Nefndin kynnir tillögur um mögulegar fjármögnunarleiðir og gjaldtöku í vegakerfinu í janúar. Nú í desember voru kynntar breytingartillögur við samgönguáætlun á Alþingi þar sem kom meðal annars fram að veggjöld verða tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík en einnig um allt land þar á meðal jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar. Nokkrir þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum gerðu alvarlegar athugasemdir við það að svo stórar grundvallarbreytingar væru lagðar fram þegar aðeins nokkrir dagar væru eftir af þingstörfum en stefnt var að samþykkt samgönguáætlunar fyrir áramót. Afgreiðslu samgönguáætlunar var frestað nokkrum dögum síðar til 1. febrúar á næsta ári. Jón segir að búist sé við að nefndin skili tillögum um veggjöldin í janúar. „Umhverfis og samgöngunefnd mun síðan hittast aftur um miðjan janúar og ljúka sinni umfjöllun um þetta mál og þá er reiknað með að ljúka afgreiðslu þess í þinginu um mánaðamótin janúar og febrúar.“ Starf nefndarinnar gangi samkvæmt áætlun. „Umhverfis-og samgöngunefnd hefur verið að útfæra þær forsendur sem meirihlutinn þar vill að þetta snúist um, það er að segja, þessar breytingar á samgönguáætlun og þá útfærslu á þessum veggjaldahugmyndum,“ segir Jón. Samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að samgönguáætlun verði afgreitt frá Alþingi í febrúar og í mars verði lagt fram lagafrumvarp um flýtiframkvæmdir og gjaldtöku. Jón telur að það náist. „Við stefnum að því að ljúka þessu núna á vordögum þannig að ef um þetta næst sátt þá held ég að það sé ástæða til að vera bjartsýnn með það,“ segir Jón.
Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. 17. desember 2018 20:30
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Bubbi vill ekki tolla Rokkkóngurinn segir að þetta muni kosta heimili sitt 72 þúsund krónur á ári. 20. desember 2018 11:08
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15