Sóknarprestur um Klaustursmálið: „Þótt enginn sé syndlaus þá er fólk upp til hópa ekki siðlaust“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2018 10:53 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju er ekki skemmt þegar hugtök úr guðfræðinni eru slitin úr samhengi og merkingunni snúið á hvolf. Mynd/Anton Brink Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju vakti athygli á því hversu áberandi lykilhugtök úr guðfræðinni hafa verið í þjóðmálaumræðunni að síðustu. Þrátt fyrir að Davíð sé hæstánægður með að orð á borð við „iðrun“, „fyrirgefning“ og „syndleysi“ séu viðhöfð að því er virðist í auknu mæli finnst honum ástæða til að rifja upp guðfræðilegt samhengi þeirra. Davíð vakti máls á þessu í aðsendri grein sem birtist í Mannlífi. „Það að vilja halda misgjörðum til streitu og láta gerendur sæta ábyrgð hefur verið úthrópað sem ókristileg langrækni og heift,“ segir Davíð sem bætir við að slík túlkun á fyrirgefningunni sem hugtaki byggist á mjög yfirborðslegum skilningi. „Þegar dæmisögur Jesú eru skoðaðar kemur nefnilega í ljós að fyrirgefningin er alltaf þrælskilyrt við játningu, iðrun og yfirbót. Án þessa getur ekki verið um neina fyrirgefningu að ræða.“ Ósannsögli, yfirklór fullyrðingar um að aðrir hafi gerst sekir um verri gjörðir sé ekki líklegt til að leiða til fyrirgefningar. Þá gerir Davíð setninguna „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ að umfjöllunarefni í pistli sínum en í yfirlýsingu sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, sendi frá sér í kjölfar Klausturshneykslisins vitnaði hann í „bókmenntir“ guðfræðinnar með þessum hætti.Gunnar Bragi vitnaði til orða frelsarans í yfirlýsingu vegna Klausturshneykslisins.Vísir/VilhelmDavíð Þór minnir á að Jesú hafi látið þessi orð falla til að „verja forsmáða, valdalausa og varnarlausa konu fyrir grjótkasti vel stæðra karla úr stétt góðborgara.“ „Að heyra þessum orðum, sem sögð voru í þágu undirokaðra og réttlausra sem gátu ekki borið hönd yfir höfuð sér, beitt til að verja rétt vel stæðra karla úr stétt góðborgara til að kasta grjóti í þá sem minna mega sín hlýtur að nísta þá inn að beini sem gert hafa Krist að leiðtoga lífs síns og kynnt sér að einhverju leyti hvað í því felst,“ segir Davíð. Að snúa merkingunni upp í andhverfu sína sé næstum því jafn ósvífið og að snúa Faðir vorinu upp á andskotann segir Davíð. Að endingu gerir Davíð hugtakið „syndleysi“ að umfjöllunarefni í pistlinum. „Er sá syndlaus sem ekki hæðist að fötluðu baráttufólki og gerir grín að fötlun þess? Er sá syndlaus sem ekki hjólar kerfisbundið með níði og svívirðingum í hvern þjóðfélagshópinn af öðrum, koll af kolli, sem þurft hefur að heyja réttindabaráttu til að standa jafnfætis vel stæðum körlum úr stétt góðborgara gagnvart stofnunum samfélagsins? Er sá syndlaus sem ekki stærir sig af mútuþægni í opinberu embætti, hvort sem hann segir satt eða ósatt?“ spyr Davíð. Hann bendir á að þótt enginn sé syndlaus þá sé „fólk upp til hópa ekki siðlaust.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Sjá meira
„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar. 30. nóvember 2018 22:48