Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming vegna falls á afurðaverði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. desember 2018 19:30 Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Fréttablaðið/Stefán Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“ Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Afkoma sauðfjárbænda dróst saman um rúman helming á milli áranna 2016 og 2017. Framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda segir skýringuna fall á afurðarverði vegna erfiðleika á erlendum mörkuðum. Hann telur líklegt að samningur um starfsskilyrði bænda verði undirritaður á næstunni. Hagstofan birti í vikunni afkomutölur í landbúnaðargreinum á árunum 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagur sauðfjárbænda versnaði verulega á þessum tíma. Starfandi bændum fækkaði lítillega en tekjur þeirra drógust saman um tíu prósent og afkoma fyrir skatta dróst saman um 56%. „Þetta skýrist af verðfalli sem varð hér í afurðaverði til bænda milli áranna 2016 og 17. Þá féll afurðaverð um 30 til 40 prósent og hafði þá fallið um tíu prósent milli ára árið áður,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda. Afurðaverð fyrir lambakjöt var 387 krónur á kílógrammið árið 2017 samanborið við 543 krónur árið áður. Unnsteinn vísar í óhagstæða gengisþróun á þessum tíma og markaði sem lokuðust. Tímabilið hafi reynst mörgum bændum erfitt. „Launagreiðslugeta þessa búa er náttúrulega verulega skert og því mæta bændur með ýmsum hætti. Margir hafa tök á því að sækja sér aðra vinnu, eru í öðrum búrekstri samhliða eða einfaldlega vinna utan bús og það er það sem menn hafa gert. Hafa sett svolítið undir sig hausinn og þreyjað þorrann með þeim hætti. Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust í ágúst og Unnsteinn telur líklegt að samningur verði undirritaður á næstunni, en þar á að taka á ýmsum vandamálum. Þá séu fleiri batamerki á lofti, framleiðsla sé að dragast saman, sem búi til spennu á innlenda markaðnum, og horfurnar séu einnig að vænkast erlendis. „Bæði í verðum í erlendri mynt og síðan ekki síður breyting á genginu sem mun gefa okkur væntingar um að við sjáum betri afurðaverð næsta haust vonandi.“
Landbúnaður Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira