Mikill kostnaður fyrir Bubba og fjölskyldu
Bubbi, sem býr í Kjós, segir þetta þýða það að fyrir heimili þeirra Hrafnhildar Hafsteinsdóttur, að þau borgi árlega 72 þúsund krónur í tolla.„Við hjónin keyrum 4 ferðir 5 daga vikunnar til Reykjavíkur og heim,“ segir Bubbi. Fram og til baka. Ef hvert skipti um hliðin kostar 150 krónur gerir það 6 þúsund krónur á mánuði.
Hverskonar geggjun er þetta?spyr Bubbi og reiknar áfram. Þetta þýðir 72 þúsund krónur á ári. Hann tekur fram að þau séu á sitthvorum bílnum og dætur þeirra æfi karate og fimleika þannig að stundum keyri þau oftar um en Hrafnhildur starfar í borginni.
En, hjörtu þeirra Bubba og svo bæjarstjóra í nálægum byggðarlögum slá ekki í takt. Vísir gerði úttekt á afstöðu þeirra sem birt var nú í morgun og lýstu þeir flestir yfir mikilli ánægju með þessar fyrirætlanir.
Elur á mismunun
En, ekki er víst að almenningur sé á sama máli og ráðamenn. Og Gunnar Smári Egilssin, stofnandi Sósíalistaflokksins, vill gjalda varhug við þessum áformum. Segir grundvallast á hugmyndum um misskiptingu. Gunnar Smári segir að ef trúa megi Jóni Gunnarssyni, sem hann segir hinn raunverulega samgönguráðherra, ekki Sigurð Inga Jóhannsson, þá eru vegatollar forsenda þess að hér verði lagður nokkur vegur í framtíðinni.
Hvert er eiginlega vandamálið?
Gunnar Smári segir að talað um að við þurfum að taka upp vegatolla vegna minnkandi tekna ríkissjóðs af bensíni og ökutækjum. En í fjárlögum fyrir árið 2014, sem afgreidd voru í desember 2013, var gert ráð fyrir 17 milljörðum króna í vörugjald af bifreiðum og bensíni. Það eru um 18,7 milljarðar króna á núvirði.
Mikill meirihluti andsnúinn áformunum
Víst er að málið er afar umdeilt og það sýnir sig ekki síst í könnun sem Þórólfur Júlían Dagsson, Pírati á Suðurnesjum, efndi til á dögunum. Þar hafa hátt í 30 þúsund manns tekið afstöðu til spurningarinnar: „Ert þú sátt/sáttur við að komið verði á vegtollum?“Afstaðan þar er eindregin: 83 prósent þeirra sem svara þeirri spurningu neitandi. Ef litið er til þess virðist sem komin sé upp hin margfræga gjá milli þings og þjóðar.