Völvuspá 2019 31. desember 2018 13:30 Landsmenn kveðja árið 2018 í miðjum stormi Klausturs-upptaknanna svokölluðu, þótt árið hafi að mörgu leyti verið rólegra í þjóðmálunum en undanfarin misseri. Átök á vinnumarkaði, áframhaldandi uppgjör #metoo og væringar í borgarmálunum sér Völvan fyrir á árinu sem nú er að hefjast. Sumir finna ástina og aðrir ættleiða hunda. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem tók sér leyfi frá störfum eftir að hafa gengist við áreitni gagnvart blaðakonu, snýr aftur á þing í febrúar. Sama dag snúa Miðflokksmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, sem einnig tóku sér leyfi vegna hinna svokölluðu Klaustursupptakna, aftur til vinnu. Þeir fara í stórt viðtal, segjast vera hættir að drekka og búnir að snúa við blaðinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, heldur áfram að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Hann mun fyrst og fremst beina spjótum sínum að heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og framtaksleysi hennar í málefnum fólks með fíknisjúkdóma. Hann mun að endingu sjálfur gefa rausnarlega til SÁÁ og láta Svandísi líta illa út um leið.Pírati í borgarstjórastól Völvan sér fyrir að Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri á nýju ári, þótt veikindi sem borgarstjórinn hefur greint frá spili þar enga rullu. Ráðhúsið hefur nötrað undanfarin misseri þar sem hver skandallinn rekur annan og að lokum er borgarstjóra ekki sætt í embætti. Meirihlutinn sættist á Dóru Björt Guðjónsdóttur Pírata í hans stað. Mjög mun fjara undan Facebook næstu misserin. Æ fleira fólk snýst gegn risanum, því það treystir ekki að persónuleg skilaboð leki ekki út. Raunar mun Facebook áfram glíma við vandræði sem varða öryggi notenda samfélagsmiðilsins. Ragnar Þór mun standa við stóru orðin og skæruhernaður á vegum VR verður staðreynd á fyrstu mánuðum nýs árs. Það mun kosta hann formennskuna í VR. Væringar verða í Framsóknarflokknum, þrátt fyrir fádæma rólegheit yfir ríkisstjórnarsamstarfinu á árinu. Sigurður Ingi Jóhannsson mun hætta í stjórnmálum, öllum að óvörum. Lilja Alfreðsdóttir verður formaður Framsóknar. Skandall tengdur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra mun hrekja hann úr flokknum. Framsókn leitar út fyrir þingflokkinn að nýjum ráðherra.Skúli kveður Ísland Skúli Mogensen skilur við WOW sem þó heldur áfram starfsemi sinni, íslenskum neytendum til hagsbóta. Skúli flytur af landi brott og leitar nýrra ævintýra á nýjum slóðum. Kristján Loftsson, sem seldi Guðmundi Kristjánssyni í Brimi hlut sinn í HB Granda á árinu, mun láta mikið að sér kveða í íslensku viðskiptalífi á nýju ári með því að kaupa stóran hlut í skráðu félagi. Völvan sér fyrir átök í Seðlabankanum. Sigríður Benediktsdóttir tekur við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Það mun valda titringi innan bankans, enda Sigríður umdeild, jafnt persónulega og sem fræðimaður. Þórarinn G. Pétursson verður skipaður annar aðstoðarbankastjóri eftir að lögum um bankann er breytt og annarri stöðu aðstoðarbankastjóra bætt við.Útvarpsstjóri í kröppum dansi Úttekt á rekstri RÚV mun leiða í ljós að pottur er víða brotinn í rekstrinum. Útvarpsstjóri á í erfiðleikum með að útskýra málið og mikill þrýstingur verður á hann að segja af sér. Hann mun halda stöðunni, en veikist töluvert við málið. Völvan sér Gunnar Smára Egilsson verða áberandi í byrjun árs meðan skærur á vinnumarkaði standa sem hæst. Þótt stjórnarandstaðan hafi verið frekar veikburða undanfarið ár, verða raddir um hærri veiðigjöld sífellt háværari og ríkjandi kvótakerfi sífellt óvinsælla hjá þjóðinni. Á meðan munu sægreifar halda áfram að kaupa upp íslensk fyrirtæki.Katla rumskar Jón Jónsson tónlistarmaður fær sýkingu í raddböndin og mun ekki geta komið neitt fram á árinu. Í ljós kemur að honum líkar það að taka sér hvíld frá sviðsljósinu. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því Jón skapar sér óvænt nafn sem pródúser, bak við tjöldin. Katla rumskar eftir aldarlangan svefn. Nærsamfélagið lamast og flugumferð raskast. Mikil athygli beinist að Íslandi í kjölfarið, og þrátt fyrir allar spár mun metfjöldi ferðamanna sækja landið heim árið 2019.Hundalán sér Völvan í kortunum. Auðunn Blöndal ættleiðir hund af tegundinni pug, ásamt sambýliskonu sinni. Hundurinn verður samfélagsmiðlastjarna og fær fleiri fylgjendur á Instagram en Auðunn sjálfur, sem er með rúmlega 30 þúsund fylgjendur. Veðrið í sumar verður svipað og árið 2018 og veldur landsmönnum vonbrigðum. Eigendur ferðaskrifstofa brosa hins vegar hringinn.Hofsós vekur heimsathygli Smábærinn Hofsós við Skagafjörð mun njóta verðskuldaðrar athygli ferðamanna eftir að fræg Hollywood-stjarna setur inn mynd af sér á Instagram í fallegustu sundlaug á landinu sem þar er að finna í sjávarmálinu. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar mun fá mikla viðurkenningu á árinu, á alþjóðavísu. Stjarna hans heldur áfram að rísa.Metoo skekur Landspítalann á árinu Völvan sér einnig fyrir átök utan landsteinanna. Bretar munu kjósa um Brexit á nýjan leik snemma á árinu. Afar mjótt verður á mununum, en örlítill meirihluti mun snúa úrslitunum frá 2016. Engin sátt verður um niðurstöðuna og enn um sinn verður hver höndin upp á móti annarri í breskri pólitík. Íhaldið mun þó halda meirihlutanum, ekki fyrir eigin verðleika heldur sundrunguna á hinum vængnum. Í framhaldinu munu báðir stóru flokkarnir fara í mikla uppstokkun.Svala trúlofar sig Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari finnur ástina á árinu og heldur áfram að skemmta landsmönnum. Hún mun halda áfram að koma fram víða erlendis og endar árið með stæl í þekktum, bandarískum spjallþætti með hispurslausu uppistandi sem verður umdeilt á samfélagsmiðlum, en mun verða vendipunktur á ferli hennar. Svala Björgvinsdóttir sem fann ástina á árinu sem nú er að líða mun tilkynna trúlofun sína seint á árinu. Íslensk sjónvarpsþáttasería úr smiðju Baldvins Z mun slá í gegn alþjóðlega. Í febrúar dregur til tíðinda hjá Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. Stærstu svið hins þýskumælandi heims slást um hana og hún frumsýnir með miklum bravúr næsta haust við virt leikhús. Ísland missir hana af sviðinu og svekkja sig margir á því. Halldóra Geirharðsdóttir landar hlutverki í bandarískri sjónvarpsseríu.Atli Rafn snýr aftur Þá birtir til í Þjóðleikhúsinu á árinu með auknum metnaði í verkefnavali. Loddarinn í Þjóðleikhúsinu verður sýning ársins. Atli Rafn Sigurðarson birtist aftur á sviðinu og sýnir það og sannar að hann er einhver besti leikari landsins. Ari Matt verður áfram þjóðleikhússtjóri. Bóksala dregst enn frekar saman og margir ungir rithöfundar söðla um og reyna fyrir sér við skrif fyrir sjónvarp til þess að hafa í sig og á. Skómerkið Kalda, með Katrínu Öldu Rafnsdóttur í broddi fylkingar mun ná langt á árinu. Hið alíslenska skómerki fer inn í enn fleiri stórverslanir á meginlandinu en raunin var árið 2018 og Katrín Alda vekur verðskuldaða athygli í alþjóðlegum miðlum, ekki síst fyrir þær sakir að stórstjörnur munu klæðast skónum á rauða dreglinum. Sinfóníuhljómsveit Íslands sannar það á árinu að hún er sú menningarstofnun á landinu sem er af mestum gæðum og er sú eina sem stenst alþjóðlegan samanburð. Gestum hljómsveitarinnar mun fjölga. Árni Pétur Guðjónsson vekur eftirtekt fyrir leik á sviði með vorinu. Leifur Ýmir myndlistarmaður mun koma fólki á óvart á árinu með verkum sínum. Áhugi frá galleríum á meginlandinu verður mikill. Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýningu í Osló í haust sem mun vekja mikla lukku meðal Norðmanna.Hamrén víkur Gulldrengirnir okkar í knattspyrnulandsliðinu munu ekki ná sér upp úr þeim öldudal sem þeir eru í og það er eitthvað í kortunum um að Eric Hamrén muni ekki klára undankeppnina fyrir EM 2020. Gamlir draugar eins og agavandamál, óvönduð ummæli og liðsval sem kemur flestum á óvart munu taka sinn toll og Hamrén mun k ve ð ja . KSÍ leitar til Heimis Guðjónssonar, þjálfara meistaraliðs HB, til að klára undankeppnina. Léttleikinn kemur aftur í klefann og aginn úti á velli tryggir liðið í umspil en með naumindum þó. Það mun gusta um KSÍ á ársþinginu í febrúar. Kristalkúlan sýnir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, standi storminn af sér. En hans pólitík verður að setja Íslandsmótið meira í hendurnar á ÍTF og halda áfram að gera KSÍ að grænum vinnustað. Áfram verður kvabbað um Laugardalsvöll og undirbúningur heldur bara áfram. Staða yfirmanns knattspyrnumála verður felld inn í starf KSÍ og einhver innanhúss fær einfaldlega stöðuhækkun.Eiður finnur ástina Þá munu gömlu félagarnir Eiður Smári og Arnar Þór verða tilkynntir sem þjálfarar U-21 árs landsliðs Íslands. Eiður finnur ástríðuna einnig utan vallar og nælir sér í konu úr stjórnmálunum. Stefnir í gott ár þar á bænum. Það eru nokkur félagaskipti í kortunum. Aron Einar tekur stökkið í sólina til Tyrklands eða Katar. Birkir Bjarnason fer aftur til Ítalíu og Ari Freyr skiptir um lið. Alfreð Finnbogason fær mjög gott tilboð en ákveður að vera um kyrrt í Augsburg. Gylfi og Alexandra munu eignast barn í september/október sem hefur svo jákvæð áhrif á spilamennsku Gylfa. Fyrirspurnir koma en verðið fælir stórliðin frá. Hann verður áfram í Everton. Jón Dagur kemur aftur til Fulham og slær í gegn í Championshipdeildinni. Vekur áhuga og eftirtekt allra fyrri hluta næsta tímabils. Arnór Sigurðsson tekur annað tímabil með CSKA og heldur áfram að blómstra. Ekki mikil vandræði á þeim pilti. Íslenski fótboltinn blæs í sóknarlúðrana. Miðaverð verður snarlækkað og ýmislegt gert til að fá fólk aftur á völlinn. Tómir vellir eru hættir að vera töff í augum stjórnarmanna og stjórnmálamanna. Ýmislegt verður gert til að fylla þessi risamannvirki sem standa tóm lungann úr árinu. Umgjörðin verður stórbætt hjá flestum félögum og leynimakkið í kringum bjórsölu á völlunum verður aflagt. Pepsi-deild karla verður spennandi langt fram eftir móti. Valsmenn munu hafa þetta í þriðja sinn í röð en KR mun veita þeim harða keppni en gefa eftir á lokasprettinum. FH veldur vonbrigðum sumarsins og Grindavík og ÍA falla. Þróttarar og Ólafsvíkingar koma í þeirra stað. Ævintýri Magna frá Grenivík heldur áfram og liðið verður nær því að fara upp en að falla. Það verður meiri spenna í kvennaboltanum. Þór/KA mun standa uppi sem sigurvegari eftir ótrúlega lokaumferð þar sem titillinn skiptir um hendur ansi oft þessar 90 mínútur. Valur, Stjarnan og Breiðablik munu fylgja þeim eins og skugginn og deildin verður jafnari en oft áður. Valskonur munu fá silfrið og Margrét Lára sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum. Handboltinn rúllar í janúar eins og flest öll fyrri ár. Mikill gleðigjafi í skammdeginu. Ísland kemst upp úr riðlinum og í milliriðil en lýkur keppni þar. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari horfir sáttur á mótið. Ánægður með framlag ungu strákanna. Skömmu eftir mótið kemur franska stórliðið PSG og kaupir Hauk Þrastarson frá Selfossi. Önnur félagaskipti eru ekki sjáanleg. Aron verður áfram í Barcelona og Guðjón Valur hjá Ljónunum í Rhein-Neckar.Gummi Ben afþakkar Síminn mun tilkynna um hver verður andlit enska boltans í febrúar. Eftir örlitla umhugsun mun Gummi Ben segja nei takk og halda kyrru fyrir hjá Vodafone. Það verður því Hörður Magnússon sem mun stökkva um borð og gera enska boltanum aftur hátt undir höfði. Metnaðarleysi Vodafone kristallaðist í kringum stórleik Liverpool og Manchester United þar sem engin dagskrárgerð var fyrir eða eftir leik. Honum til aðstoðar verða þau Gunnar Birgisson frá RÚV og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir sem mun sjá um umfjöllun um leiki helgarinnar. Síminn mun ekki klikka á að fá hæfa konu til starfa. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sem vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Búenos Aíres, mun halda áfram að vekja athygli. Sem og kraftajötunninn Júlían J.K. Jóhannsson. Hann mun halda áfram að bæta sig. Ólafía Þórunn mun slá í gegn og þjóðin mun sitja límd við skjáinn á ókristilegum tíma til að sjá hana slá hvert snilldarhöggið á fætur öðru. Viðtalið við hana í kjölfarið fær Ólaf Þórðarson nánast til að gráta Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Landsmenn kveðja árið 2018 í miðjum stormi Klausturs-upptaknanna svokölluðu, þótt árið hafi að mörgu leyti verið rólegra í þjóðmálunum en undanfarin misseri. Átök á vinnumarkaði, áframhaldandi uppgjör #metoo og væringar í borgarmálunum sér Völvan fyrir á árinu sem nú er að hefjast. Sumir finna ástina og aðrir ættleiða hunda. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar sem tók sér leyfi frá störfum eftir að hafa gengist við áreitni gagnvart blaðakonu, snýr aftur á þing í febrúar. Sama dag snúa Miðflokksmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, sem einnig tóku sér leyfi vegna hinna svokölluðu Klaustursupptakna, aftur til vinnu. Þeir fara í stórt viðtal, segjast vera hættir að drekka og búnir að snúa við blaðinu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, heldur áfram að láta að sér kveða í opinberri umræðu. Hann mun fyrst og fremst beina spjótum sínum að heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, og framtaksleysi hennar í málefnum fólks með fíknisjúkdóma. Hann mun að endingu sjálfur gefa rausnarlega til SÁÁ og láta Svandísi líta illa út um leið.Pírati í borgarstjórastól Völvan sér fyrir að Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri á nýju ári, þótt veikindi sem borgarstjórinn hefur greint frá spili þar enga rullu. Ráðhúsið hefur nötrað undanfarin misseri þar sem hver skandallinn rekur annan og að lokum er borgarstjóra ekki sætt í embætti. Meirihlutinn sættist á Dóru Björt Guðjónsdóttur Pírata í hans stað. Mjög mun fjara undan Facebook næstu misserin. Æ fleira fólk snýst gegn risanum, því það treystir ekki að persónuleg skilaboð leki ekki út. Raunar mun Facebook áfram glíma við vandræði sem varða öryggi notenda samfélagsmiðilsins. Ragnar Þór mun standa við stóru orðin og skæruhernaður á vegum VR verður staðreynd á fyrstu mánuðum nýs árs. Það mun kosta hann formennskuna í VR. Væringar verða í Framsóknarflokknum, þrátt fyrir fádæma rólegheit yfir ríkisstjórnarsamstarfinu á árinu. Sigurður Ingi Jóhannsson mun hætta í stjórnmálum, öllum að óvörum. Lilja Alfreðsdóttir verður formaður Framsóknar. Skandall tengdur Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra mun hrekja hann úr flokknum. Framsókn leitar út fyrir þingflokkinn að nýjum ráðherra.Skúli kveður Ísland Skúli Mogensen skilur við WOW sem þó heldur áfram starfsemi sinni, íslenskum neytendum til hagsbóta. Skúli flytur af landi brott og leitar nýrra ævintýra á nýjum slóðum. Kristján Loftsson, sem seldi Guðmundi Kristjánssyni í Brimi hlut sinn í HB Granda á árinu, mun láta mikið að sér kveða í íslensku viðskiptalífi á nýju ári með því að kaupa stóran hlut í skráðu félagi. Völvan sér fyrir átök í Seðlabankanum. Sigríður Benediktsdóttir tekur við af Má Guðmundssyni sem seðlabankastjóri. Það mun valda titringi innan bankans, enda Sigríður umdeild, jafnt persónulega og sem fræðimaður. Þórarinn G. Pétursson verður skipaður annar aðstoðarbankastjóri eftir að lögum um bankann er breytt og annarri stöðu aðstoðarbankastjóra bætt við.Útvarpsstjóri í kröppum dansi Úttekt á rekstri RÚV mun leiða í ljós að pottur er víða brotinn í rekstrinum. Útvarpsstjóri á í erfiðleikum með að útskýra málið og mikill þrýstingur verður á hann að segja af sér. Hann mun halda stöðunni, en veikist töluvert við málið. Völvan sér Gunnar Smára Egilsson verða áberandi í byrjun árs meðan skærur á vinnumarkaði standa sem hæst. Þótt stjórnarandstaðan hafi verið frekar veikburða undanfarið ár, verða raddir um hærri veiðigjöld sífellt háværari og ríkjandi kvótakerfi sífellt óvinsælla hjá þjóðinni. Á meðan munu sægreifar halda áfram að kaupa upp íslensk fyrirtæki.Katla rumskar Jón Jónsson tónlistarmaður fær sýkingu í raddböndin og mun ekki geta komið neitt fram á árinu. Í ljós kemur að honum líkar það að taka sér hvíld frá sviðsljósinu. Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott, því Jón skapar sér óvænt nafn sem pródúser, bak við tjöldin. Katla rumskar eftir aldarlangan svefn. Nærsamfélagið lamast og flugumferð raskast. Mikil athygli beinist að Íslandi í kjölfarið, og þrátt fyrir allar spár mun metfjöldi ferðamanna sækja landið heim árið 2019.Hundalán sér Völvan í kortunum. Auðunn Blöndal ættleiðir hund af tegundinni pug, ásamt sambýliskonu sinni. Hundurinn verður samfélagsmiðlastjarna og fær fleiri fylgjendur á Instagram en Auðunn sjálfur, sem er með rúmlega 30 þúsund fylgjendur. Veðrið í sumar verður svipað og árið 2018 og veldur landsmönnum vonbrigðum. Eigendur ferðaskrifstofa brosa hins vegar hringinn.Hofsós vekur heimsathygli Smábærinn Hofsós við Skagafjörð mun njóta verðskuldaðrar athygli ferðamanna eftir að fræg Hollywood-stjarna setur inn mynd af sér á Instagram í fallegustu sundlaug á landinu sem þar er að finna í sjávarmálinu. Píanóleikarinn Víkingur Heiðar mun fá mikla viðurkenningu á árinu, á alþjóðavísu. Stjarna hans heldur áfram að rísa.Metoo skekur Landspítalann á árinu Völvan sér einnig fyrir átök utan landsteinanna. Bretar munu kjósa um Brexit á nýjan leik snemma á árinu. Afar mjótt verður á mununum, en örlítill meirihluti mun snúa úrslitunum frá 2016. Engin sátt verður um niðurstöðuna og enn um sinn verður hver höndin upp á móti annarri í breskri pólitík. Íhaldið mun þó halda meirihlutanum, ekki fyrir eigin verðleika heldur sundrunguna á hinum vængnum. Í framhaldinu munu báðir stóru flokkarnir fara í mikla uppstokkun.Svala trúlofar sig Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari finnur ástina á árinu og heldur áfram að skemmta landsmönnum. Hún mun halda áfram að koma fram víða erlendis og endar árið með stæl í þekktum, bandarískum spjallþætti með hispurslausu uppistandi sem verður umdeilt á samfélagsmiðlum, en mun verða vendipunktur á ferli hennar. Svala Björgvinsdóttir sem fann ástina á árinu sem nú er að líða mun tilkynna trúlofun sína seint á árinu. Íslensk sjónvarpsþáttasería úr smiðju Baldvins Z mun slá í gegn alþjóðlega. Í febrúar dregur til tíðinda hjá Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu. Stærstu svið hins þýskumælandi heims slást um hana og hún frumsýnir með miklum bravúr næsta haust við virt leikhús. Ísland missir hana af sviðinu og svekkja sig margir á því. Halldóra Geirharðsdóttir landar hlutverki í bandarískri sjónvarpsseríu.Atli Rafn snýr aftur Þá birtir til í Þjóðleikhúsinu á árinu með auknum metnaði í verkefnavali. Loddarinn í Þjóðleikhúsinu verður sýning ársins. Atli Rafn Sigurðarson birtist aftur á sviðinu og sýnir það og sannar að hann er einhver besti leikari landsins. Ari Matt verður áfram þjóðleikhússtjóri. Bóksala dregst enn frekar saman og margir ungir rithöfundar söðla um og reyna fyrir sér við skrif fyrir sjónvarp til þess að hafa í sig og á. Skómerkið Kalda, með Katrínu Öldu Rafnsdóttur í broddi fylkingar mun ná langt á árinu. Hið alíslenska skómerki fer inn í enn fleiri stórverslanir á meginlandinu en raunin var árið 2018 og Katrín Alda vekur verðskuldaða athygli í alþjóðlegum miðlum, ekki síst fyrir þær sakir að stórstjörnur munu klæðast skónum á rauða dreglinum. Sinfóníuhljómsveit Íslands sannar það á árinu að hún er sú menningarstofnun á landinu sem er af mestum gæðum og er sú eina sem stenst alþjóðlegan samanburð. Gestum hljómsveitarinnar mun fjölga. Árni Pétur Guðjónsson vekur eftirtekt fyrir leik á sviði með vorinu. Leifur Ýmir myndlistarmaður mun koma fólki á óvart á árinu með verkum sínum. Áhugi frá galleríum á meginlandinu verður mikill. Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður opnar sýningu í Osló í haust sem mun vekja mikla lukku meðal Norðmanna.Hamrén víkur Gulldrengirnir okkar í knattspyrnulandsliðinu munu ekki ná sér upp úr þeim öldudal sem þeir eru í og það er eitthvað í kortunum um að Eric Hamrén muni ekki klára undankeppnina fyrir EM 2020. Gamlir draugar eins og agavandamál, óvönduð ummæli og liðsval sem kemur flestum á óvart munu taka sinn toll og Hamrén mun k ve ð ja . KSÍ leitar til Heimis Guðjónssonar, þjálfara meistaraliðs HB, til að klára undankeppnina. Léttleikinn kemur aftur í klefann og aginn úti á velli tryggir liðið í umspil en með naumindum þó. Það mun gusta um KSÍ á ársþinginu í febrúar. Kristalkúlan sýnir að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, standi storminn af sér. En hans pólitík verður að setja Íslandsmótið meira í hendurnar á ÍTF og halda áfram að gera KSÍ að grænum vinnustað. Áfram verður kvabbað um Laugardalsvöll og undirbúningur heldur bara áfram. Staða yfirmanns knattspyrnumála verður felld inn í starf KSÍ og einhver innanhúss fær einfaldlega stöðuhækkun.Eiður finnur ástina Þá munu gömlu félagarnir Eiður Smári og Arnar Þór verða tilkynntir sem þjálfarar U-21 árs landsliðs Íslands. Eiður finnur ástríðuna einnig utan vallar og nælir sér í konu úr stjórnmálunum. Stefnir í gott ár þar á bænum. Það eru nokkur félagaskipti í kortunum. Aron Einar tekur stökkið í sólina til Tyrklands eða Katar. Birkir Bjarnason fer aftur til Ítalíu og Ari Freyr skiptir um lið. Alfreð Finnbogason fær mjög gott tilboð en ákveður að vera um kyrrt í Augsburg. Gylfi og Alexandra munu eignast barn í september/október sem hefur svo jákvæð áhrif á spilamennsku Gylfa. Fyrirspurnir koma en verðið fælir stórliðin frá. Hann verður áfram í Everton. Jón Dagur kemur aftur til Fulham og slær í gegn í Championshipdeildinni. Vekur áhuga og eftirtekt allra fyrri hluta næsta tímabils. Arnór Sigurðsson tekur annað tímabil með CSKA og heldur áfram að blómstra. Ekki mikil vandræði á þeim pilti. Íslenski fótboltinn blæs í sóknarlúðrana. Miðaverð verður snarlækkað og ýmislegt gert til að fá fólk aftur á völlinn. Tómir vellir eru hættir að vera töff í augum stjórnarmanna og stjórnmálamanna. Ýmislegt verður gert til að fylla þessi risamannvirki sem standa tóm lungann úr árinu. Umgjörðin verður stórbætt hjá flestum félögum og leynimakkið í kringum bjórsölu á völlunum verður aflagt. Pepsi-deild karla verður spennandi langt fram eftir móti. Valsmenn munu hafa þetta í þriðja sinn í röð en KR mun veita þeim harða keppni en gefa eftir á lokasprettinum. FH veldur vonbrigðum sumarsins og Grindavík og ÍA falla. Þróttarar og Ólafsvíkingar koma í þeirra stað. Ævintýri Magna frá Grenivík heldur áfram og liðið verður nær því að fara upp en að falla. Það verður meiri spenna í kvennaboltanum. Þór/KA mun standa uppi sem sigurvegari eftir ótrúlega lokaumferð þar sem titillinn skiptir um hendur ansi oft þessar 90 mínútur. Valur, Stjarnan og Breiðablik munu fylgja þeim eins og skugginn og deildin verður jafnari en oft áður. Valskonur munu fá silfrið og Margrét Lára sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum. Handboltinn rúllar í janúar eins og flest öll fyrri ár. Mikill gleðigjafi í skammdeginu. Ísland kemst upp úr riðlinum og í milliriðil en lýkur keppni þar. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari horfir sáttur á mótið. Ánægður með framlag ungu strákanna. Skömmu eftir mótið kemur franska stórliðið PSG og kaupir Hauk Þrastarson frá Selfossi. Önnur félagaskipti eru ekki sjáanleg. Aron verður áfram í Barcelona og Guðjón Valur hjá Ljónunum í Rhein-Neckar.Gummi Ben afþakkar Síminn mun tilkynna um hver verður andlit enska boltans í febrúar. Eftir örlitla umhugsun mun Gummi Ben segja nei takk og halda kyrru fyrir hjá Vodafone. Það verður því Hörður Magnússon sem mun stökkva um borð og gera enska boltanum aftur hátt undir höfði. Metnaðarleysi Vodafone kristallaðist í kringum stórleik Liverpool og Manchester United þar sem engin dagskrárgerð var fyrir eða eftir leik. Honum til aðstoðar verða þau Gunnar Birgisson frá RÚV og Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir sem mun sjá um umfjöllun um leiki helgarinnar. Síminn mun ekki klikka á að fá hæfa konu til starfa. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, sem vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Búenos Aíres, mun halda áfram að vekja athygli. Sem og kraftajötunninn Júlían J.K. Jóhannsson. Hann mun halda áfram að bæta sig. Ólafía Þórunn mun slá í gegn og þjóðin mun sitja límd við skjáinn á ókristilegum tíma til að sjá hana slá hvert snilldarhöggið á fætur öðru. Viðtalið við hana í kjölfarið fær Ólaf Þórðarson nánast til að gráta
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira