Fjölmiðlafulltrúi Cardi B hellti sér yfir konu á flugvelli: „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. desember 2018 18:04 Cardi B á góðri stundu. Theo Wargo/Getty Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018 Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Patience Foster, fjölmiðlafulltrúi bandaríska rapparans Cardi B, náðist á myndbandsupptöku hella sér yfir konu á flugvelli í Ástralíu um helgina. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Sydney. Cardi var á leið í gegnum flugvöllinn ásamt Foster og öryggisvörðum sínum þegar hópur ljósmyndara tók að taka myndir af hópnum, en Cardi huldi andlit sitt og virtist ekki kæra sig um myndatökur. Ljósmyndararnir létu þó ekki segjast og þurftu öryggisverðir Cardi nokkrum sinnum að skerast í leikinn til þess að fá ljósmyndarana til þess að bakka frá tónlistarkonunni. Viðstaddir virtust margir hverjir óánægðir með áhugaleysi Cardi á að baða sig upp úr sviðsljósinu. Á myndbandi þar sem Cardi sést ganga ásamt starfsliði sínu í gegnum flugvöllinn má heyra í konu sem var viðstödd, þar sem hún virðist ekki par hrifin af tilraunum rapparans til þess að sleppa við myndatökur. „Engin furða að maðurinn þinn fór frá þér,“ heyrist konan greinilega segja og vísar þar til skilnaðar Cardi við eiginmann hennar, rapparann Offset. Fjölmiðlar vestanhafs telja skilnaðinn hafa stafað af framhjáhaldi eiginmannsins, en hann hefur ítrekað biðlað til Cardi um að taka hann í sátt.Sjá einnig: Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sínaVið þessi ummæli konunnar brjálaðist fjölmiðlafulltrúinn Foster og hellti sér yfir konuna. „Tík ég slæ þig. Ekki láta mig heyra þig tala um fjandans manninn hennar. Passaðu hvað þú segir.“ Aðstæðurnar mögnuðust þó ekki frekar en þetta en Cardi og starfslið hennar héldu áfram ferð sinni um flugvöllinn, nokkuð áfallalaust eftir því sem fréttastofa kemst næst. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.While at the airport in Australia, Cardi B’s publicist lost her patience with a woman who told Cardi, “no wonder your husband left you” after she didn’t take a photo with her. pic.twitter.com/WiMaAorRVR — Pop Crave (@PopCraveNet) December 30, 2018
Tónlist Tengdar fréttir Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30 Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47 Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30 Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Hræðilegir skilnaðarskellir Í vikunni bárust skelfileg tíðindi – rappparið Cardi B og Offset eru skilin! Mörgum er það eflaust þungbært en þau skildu þó í mikilli vinsemd. Hér er farið yfir nokkra af erfiðustu skilnuðum síðustu ára. 10. desember 2018 07:30
Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans. 16. desember 2018 16:47
Cardi B greinir frá skilnaði við Offset í Instagram-myndbandi Tónlistarkonan Cardi B greinir frá því á Instagramsíðu sinni að hún og eiginmaður hennar rapparinn Offset séu að skilja. 5. desember 2018 15:30