Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. janúar 2019 14:18 Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf. vonast til að friðlýsingin verði dregin til baka. Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes. Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., telur þetta byggt á misskilningi og með öllu ólögmæta aðgerð. Minjastofnun Íslands ákvað í gær að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns ehf. á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838. Mun hún gilda í sex vikur og Minjastofnun fara þess á leit við ráðherra að friðlýsa svæðið til frambúðar. Lindarvatn ehf. hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem snýr að austasta hluta hins forna Víkurkirkjugarðs. Er það mat Minjastofnunar að garðurinn teljist til fornminja og sem minjastaður sem tengist siðum og venjum. Felur ákvörðunin í sér að friðlýsingarsvæðið verði stækkað en Minjastofnun segir á vef sínum að samskipti hafi gengið illa við lóðarhafa og því er farin þessi leið. Jóhannes segist þurfa að hliðra til í verkáætlun en vari friðlýsingin í sex vikur muni hljótast fjárhagslegt tjón af. „Við brugðumst við með því að senda frá okkur í gærkvöldi mótmæli til Minjastofnunar geng þessari ákvörðun. Staðreyndin er sú að á þessu skyndifriðlýsta svæði eru engar minjar. Þarna er bara möl. Þetta kemur okkur mjög á óvart vegna þess forstöðumaður og fulltrúar Minjastofnunar voru þarna á þessu svæði fyrir nokkrum vikum þar sem þau ræddu við fornleiðafræðing. Þeim er því kunnugt um að það eru engar minjar á svæðinu,“ segir hann. Hann telur þetta ekki lögmæt og skilyrði ekki fyrir hendi. Aðspurður hvort Lindarvatn hafi í hyggjur að skoða breytingar varðandi inngang hótelsins segir hann enn óvíst hvernig brugðist verði við. „Er eðlilegt að stofnun á sviði minjaverndar taki sér skipulagsvald, Þá á ég við vald yfir hönnun og skipulagi sem er ekki á þeirra sviði, með því að beita þvingunum? Okkur finnst það mjög óeðlilegt en auðvitað er ekkert útilokað að við gerum það. Ef það verður nauðsynleg niðurstaða. En að því sögðu þá er þetta ekki stjórnsýsla sem maður býst við að sjá í réttarríki. Eins og komið hefur fram þá kann að vera að þetta sé bara einhver misskilningur og minjastofnun eigi eftir að draga þessa yfirlýsingu sína til baka,“ segir Jóhannes.
Fornminjar Víkurgarður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira