Hætti að vera partur af teymi og stóð ein Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2019 14:30 Kolbrún Pálína opnar sig í forsíðuviðtali Vikunnar. vísir/vilhelm. Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson. Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Fjölmiðlakonan Kolbrún Pálína Helgadóttir segir í forsíðuviðtali Vikunnar að fótunum hafi verið kippt undan henni þegar hún gekk í gegnum skilnað við barnsföður sinn fyrir þremur árum. Nú vinnur hún að þáttum um skilnaði í samstarfi við Sjónvarp Símans og Saga Film. Kolbrún hefur komið víða við en hún ritstýrði til að mynda Nýju Lífi og fylgitímariti Fréttablaðsins, Lífinu, á sínum tíma en einnig vann hún í töluverðan tíma á DV. Kolbrún hefur töluvert unnið í fjölmiðlum og núna er komið að sjónvarpinu. Örlögin teymdu hana í áttina að fjölmiðlaumhverfinu eins og hún segir sjálf í samtal við Vikuna. „Ég vann í tískuvöruverslun þegar sú ágæta keppni, Ungfrú Ísland.is, var haldin í annað sinn. Ég ætlaði mér aldrei að taka þátt í fegurðarsamkeppni en þátttakendurnir í keppninni komu til mín í verslunina og ég aðstoðaði þær konur við að finna föt fyrir fyrstu myndatökuna í undirbúningnum. Þá kom upp sú staða að ein stelpnanna sagði sig úr keppni og mér var boðið að taka þátt,“ segir Kolbrún í Vikunni en hún vann síðan keppnina og fylgdi titlinum ábyrgð að skrifa vikulega pistla um lífið og tilveruna á strik.is sem og hún gerði. Þarna var hún komin í fjölmiðlana. Kolbrún hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár og eitt af því var skilnaðurinn við Þröst Jón Sigurðsson.Kolbrún er á forsíðu Vikunnar í fyrsta tölublaði ársins 2019.„Það breyttist allt í lífinu og fótunum var gjörsamlega kippt undan mér. Ég þurfti að enduruppgötva sjálfa mig frá a-ö. Ég hætti að vera partur af teymi og stóð ein,“ segir Kolbrún í Vikunni og bætir við að skilnaðurinn hafi verið gríðarlegt áfall. „Það er alveg sama hvernig skilnaður er kominn til, hver biður um hann eða hvað veldur. Hann er alltaf mikið áfall og ekki bara fyrir mann sjálfan heldur alla sem koma að fjölskyldunni. Maður syrgir ákveðna framtíð sem maður sá fyrir sér. Það leggur auðvitað enginn upp með að fara í samband með það að leiðarljósi að skilja. Auðvitað fór ég í gegnum sorg og gremju eins og fylgir því þegar hlutirnir ganga ekki upp. En ég ætla að leyfa mér að vera stolt líka. Við fylgdum hjartanu og lifum lífinu fyrir okkur sjálf í dag.“ Hún segist einnig hafa litið á skilnaðinn sem nýtt tækifæri. „Ég þekki til dæmis engan sem segist hafa skilið geggjað vel. Okkur er kennt allskonar um lífið og við fáum ráð, ákveðin gildi og fróðleik um eitt og annað þegar við hefjum lífsins vegferð en það segir okkur enginn hvernig við eigum að skilja enda var ekki jafnmikið um skilnaði hér áður fyrr.“ Kolbrún er í dag komin í nýtt samband og heitir maðurinn Jón Haukur Baldvinsson.
Fjölskyldumál Tímamót Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira