Drengurinn hefur fengið nafnið Gunnar eins og miðilinn The Nelson Daily greinir frá. Gunnar er fæddur í bænum Nelson en málið tengist ekki á neinn hátt besta bardagakappa landsins, Gunnari Nelson, og aðeins um skemmtilega tilviljun að ræða.
Fyrir eiga hjónin einn dreng og ber hann nafnið Ragnar og því eru Norræn nöfn greinilega í hávegum höfð hjá fjölskyldunni.
Drengurinn var um fjögur kíló þegar hann fæddist og komst Andrea ekki upp á sjúkrahús. Fæddi hún drenginn heima í stofu.