Jón Gnarr útskýrir skrýtnasta brandarann í Skaupinu Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2019 15:19 Jón Gnarr og Katla Margrét í umræddu atriði í Skaupinu. RÚV Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“ Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Jón Gnarr mætti í útvarpsþáttinn FM95BLÖ á föstudaginn þar sem hann talaði um þátttöku sína í nýjasta Áramótaskaupinu. Þar var hann meðal annars spurður út í brandara sem mörgum fannst fyndinn en fáir skyldu samhengið. Um er að ræða atriði í Skaupinu þar sem Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, sést á gangi með hund sinn en par á Lödu Sport rennur upp að honum. Jón Gnarr skrúfar niður rúðuna og spyr Sveppa: „Kunnugur staðháttum?“ Sveppi virðist ekki alveg skilja spurninguna og segir: „Ha?“ Jón Gnarr endurtekur þá spurninguna nokkuð önugur: „Ertu kunnugur staðháttum?“ Katla Margrét Þorgeirsdóttir hrópar þá: „AB Bílasprautun, veistu hvar hún er?“ Sveppi segist ekki hafa hugmynd um það.Dagur B. fyrir utan Braggann.RÚVSeinna í Skaupinu sást sama par renna upp að Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem hann var önnum kafinn við að reykja stráin fyrir utan Braggann í Nauthólsvík. Spurði parið sömu spurningar, hvort hann væri kunnugur staðháttum. Þegar hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun er svarar hann: „AB Bílasprautun Mathöll?“ Líkt og fyrr segir þótti mörgum þetta fyndið en margir veltu fyrir sér hvað væri verið að vísa í þarna, en flestir brandarar í Skaupinu eiga það sammerkt að eiga sér einhverskonar vísun í það sem gerðist á liðnu ári. Jón Gnarr sagði í FM95BLÖ að enginn hefði spurt hann út í þennan brandara.Hér fyrir neðan má heyra Jón ræða brandarann. Klippa: Jón Gnarr um brandarann í Skaupinu sem enginn skildi Sveppi var með þeim félögum í FM95BLÖ en hann sagði Jón Gnarr sjálfan hafa lent í þessu. Jón tók boltann á lofti af Sveppa og sagði að hann hefði lent í þessu þegar hann var á gangi með hundinn sinn á Smiðjuveginum, brúnni götu, á miðvikudagskvöldi. „Þá koma þessi hjón keyrandi sem hægja á sér og skrúfa niður rúðuna. Við erum ein þarna og spyrja: „Kunnugur staðháttum?“ Samtalið var svipað og það birtist í Skaupinu en Jón segist hafa átt erfitt með að átta sig á þessum aðstæðum þar sem hann var spurður hvort hann vissi hvar AB Bílasprautun væri. Jón segist seinna hafa mætt á handritsfund fyrir Skaupið og sagt frá þessu atviki sem þótti svo fyndið að ákveðið var að hafa það með í Skaupinu. „Þetta er bara saga úr raunveruleikanum,“ sagði Jón Gnarr. Um væri að ræða einfalt grín en bráðfyndið grín sem þyrfti ekki mikið að kryfja til að skilja. Þetta væri einfaldlega fyndið af því það er fyndið. Líkt og atriðið úr Skaupinu árið 2006 þar sem Jón Gnarr gekk inn í Heilsuhúsið og spurði afgreiðslumanninn hvort hann ætti ólívur. Reyndi afgreiðslumaðurinn að vera sniðugur með því að svara: „Ólívur Ragnar Grímsson?“
Áramótaskaupið FM95BLÖ Tengdar fréttir Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Úr lokaþætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Hefði viljað að varað væri við ofbeldisfullu efni í Skaupinu Starfskona Stígamóta segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Einfalt sé að birta viðvörun áður en efnið er sýnt í sjónvarpi. 7. janúar 2019 07:00