Aldrei fleiri úrkomudagar í Reykjavík og ekki færri sólskinsstundir í 26 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 10:08 Það er úrkomusamt en nokkuð hlýtt ár að baki. vísir/hanna Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér. Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Úrkomudagar í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári þegar þeir voru 261. Næstflestir úrkomudagar voru árin 1953 og 1989, alls 255 talsins, en Trausti Jónsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, Hungurdiskum. Trausti segir að síðasta ár hafi verið úrkomusamt og nokkuð hlýtt. Þannig var hiti á landsvísu nærri meðallagi síðustu tíu ára en þau ár voru sérstaklega hlý miðað við það sem almennt gengur og gerist hérlendis. „Meðalhiti í Reykjavík var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30 hlýjustu (af 148) frá upphafi mælinga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6 stig og það 14.hlýjasta frá upphafi mælinga. Austur á Dalatanga var ársmeðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins 3 sinnum verið hærri,“ segir Trausti. Úrkoma í Reykjavík mældist svo 1059,2 millimetrar og hefur aðeins sjö sinnum mælst meiri úrkoma frá upphafi samfelldra mælinga árið 1921 en síðast var úrkoman meiri árið 2007. „Þetta er tæpum þriðjungi umfram meðallag. Úrkomudagar voru óvenjumargir, 261 og hafa aldrei verið fleiri. Næstflestir voru úrkomudagarnir árið 1953 og 1989, 255 talsins. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða fleiri voru 183 og hafa aðeins tvisvar verið fleiri, 1953 og 1921. Á Akureyri mældist úrkoman 687,2 mm eða um 40 prósent umfram meðallag og hefur aðeins tvisvar mælst meiri á einu ári, 2014 og 1989. Úrkomudagar voru einnig óvenjumargir á Akureyri, 209, og hafa aðeins þrisvar verið fleiri á einu ári, flestir 224 árið 2014,“ segir í færslu Trausta. Þá hafa ekki mælst færri sólskinsstundir í Reykjavík í 26 ár eða síðan 1992. Voru þær 1163 á nýliðnu ári, rúmlega 100 færri en í meðalári. „Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1016 og er það í tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru 38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 98, um 20 færri en í meðalári,“ segir Trausti á bloggsíðu sinni sem lesa má hér.
Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira