Japanskir og kóreskir bílar öruggastir Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2019 08:15 Subaru-bíll í prófunum hjá IIHS Top Safety Pick. Fréttablaðið Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent
Samkvæmt árekstrar- og öryggisprófunum IIHS Top Safety Pick í Bandaríkjunum eru nýir bílar framleiddir af japönskum og suðurkóreskum bílaframleiðendum þeir öruggustu. Best kom bílaframleiðandinn Subaru út með 7 bíla af þeim 30 sem náðu toppeinkuninni IIHS Top Safety Pick+ og var það aðeins Subaru Forester sem náði ekki þeirri einkunn vegna aðalljósa bílsins, en hann náði samt einkunninni IIHS Top Safety Pick, en vantaði plúsinn. Í ár náðu helmingi fleiri bílar einkunninni IIHS Top Safety Pick+ en í fyrra, eða 30 bílar í stað 15 í fyrra. Það náðist þrátt fyrir meiri kröfur þetta árið en kröfurnar aukast á hverju ári.Enginn bandarískur náði IIHS Top Safety Pick+ Athygli vekur að enginn bíll frá bandarískum framleiðanda náði á þennan 30 bíla topplista þó svo prófanirnar séu gerðar í Bandaríkjunum. Ef taldir eru saman bílar sem náðu IIHS Top Safety Pick eða IIHS Top Safety Pick+ var Hyundai með flesta bíla. Nokkrir bílar á topplistanum eru frá þýsku framleiðendunum BMW, Audi og Mercedes Benz, en enginn Volvo-bíll náði á listann og vekur það furðu þar sem bílar Volvo þykja einna öruggustu bílar í heimi. Fáir rafmagns- eða tengiltvinnbílar eru á listanum, en Kia Niro Plug-In-Hybrid náði því þó. Enginn Tesla-bíll er á listanum góða, en það kemur ekki til af góðu því Tesla vildi ekki setja bíla sína í þessar prófanir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent