Einstæð þriggja barna móðir reynir að lifa af mánuð á lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2019 17:15 Anna Lára Friðfinnsdóttir er búin að reikna út hvernig janúar 2019 á að ganga upp. Hún hefur 89.400 krónur í mat og ófyrirséðan kostnað en hún sér fyrir þremur börnum. Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Anna Lára Friðfinnsdóttir, starfsmaður á fjármálasviði WOW air, ætlar annað árið í röð að fylgjast vel með peningunum í janúar. Í fyrra tók fjölskyldan út 100 þúsund krónur til að lifa af dagana 31 í janúar. Í ár ætlar Anna Lára að setja sig í spor þeirra sem eru með lágmarkslaun, með 300 þúsund krónur á mánuði.Fjölskyldan náði markmiði sínu í fyrra, að eyða innan við 100 þúsund krónum í helstu nauðsynjar. Þau áttu eftir 7200 krónur þegar mánuðurinn var úti. „Þegar kom að því að finna þá upphæð sem ætti að duga fjölskyldunni til framfærslu þennan mánuðinn ákvað ég horfa til þeirra sem þurfa að lifa á lágmárkslaunum. Lágmarkslaun á Íslandi fyrir fulla vinnu eru í dag 300þ fyrir skatta og gjöld. Kjarasamningar eru lausir en illa gengur að fá þá sem hér stjórna til sjá og viðurkenna að erfitt getur verið að lifa af á þessum launum,“ segir Anna Lára. Lágmarkslaun hækkuðu í 300 þúsund krónur hér á landi á liðnu ári. „Amma mín sagði alltaf að maður ætti að setja sig í spor annara til að skilja betur þeirra sjónarmið, ég skora því á fulltrúa SA og ríkistjórn Íslands að koma með mér í þetta ferðalag, bara í einn mánuð ! ykkur finnst nefninlega sjálfsagt að þetta sé raunveruleiki margra,“ segir Anna sem heldur úti Snapchat-reikningnum abalabba. Anna Lára segir útreikningana miða við einstæða móður með þrjú börn á framfæri í leiguhúsnæði þar sem hiti, rafmagn, sjónvarpsáskrift og internet er innifalið í leigu. „Ég tek barnabætur inn í útreikninginn (hlutfallaðan niður á mánuði) en þær eru ekki greiddar út nema fjórum sinnum á ári. Útgangspunkturinn er sá sami og í fyrra, að spara og nýta allt það sem til er, en þar sem kjarasamningar eru nú lausir lá vel við að nýta tækifærið að skora á aðra að vera með.“ 82 kjarasamningar losnuðu um áramótin og 152 til viðbótar losna í mars. Viðræður Eflingar, VR og VLFA við Samtök atvinnulífsins hófust á milli jóla og nýárs.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30 Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Ætla að takmarka neyslufé við hundrað þúsund krónur í janúar: „Börnin eiga að læra að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur“ Eftir kostnaðarsaman desembermánuð hefur fimm manna fjölskylda í Kópavogi ákveðið að eyða einungis hundrað þúsund krónum í neyslu í janúar. Foreldrarnir vilja að börnin læri að peningar séu ekki sjálfsagður hlutur og að matarsóun og óþarfa eyðsla séu ekki í lagi. 2. janúar 2018 20:30
Reyndi verulega á að takmarka neyslu við 100 þúsund krónur en það tókst Anna Lára Friðfinnsdóttir segir rúmar 7.000 krónur hafa staðið eftir og ráðleggur fólk að henda ekki mat vilji það spara. 1. febrúar 2018 14:00