Kominn með „hundleið“ á Klaustursmálinu Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 22:27 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mætti ásamt formönnum flokkanna í Kryddsíldina í gær þar sem farið var yfir helstu mál ársins. Eitt af þeim málum sem stóðu upp úr á árinu var vafalítið Klaustursmálið svokallaða þar sem upptökur náðust af samtali þingmanna á Klaustur bar. Í Kryddsíldinni í gær sagðist Bjarni ekki hafa áhuga á því að framlengja umræðu um þessar upptökur og hann væri kominn með „hundleið“ á málinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og hérna tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði Bjarni. „Einhver kynni að halda að ég vildi helst framlengja þessa umræðu og athyglin væri bara þarna, ég hef bara engan áhuga á því. Ég held að flest fólk sem er að stunda vinnu og reka heimili og ala upp börn og er að fást við allskonar krefjandi verkefni úti í samfélaginu það fái nákvæmlega ekki neitt út úr þessari umræðu.“ Bjarni sagði umræðuna standa í vegi fyrir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Fólk gerði væntingar til þess að fólkið inni á þingi myndi sinna þeim störfum sem ætlast er til af þeim. „Á meðan við erum föst í einhverju svona, þá gerist ekkert í hinu.“Væri óheiðarlegt að segjast ekki hafa setið fundi þar sem samstarfsfólk er til umræðu Aðspurður sagðist Bjarni ekki geta neitað því að hafa setið fundi þar sem aðrir stjórnmálamenn og flokkar séu ræddir, það sama ætti sér stað á kaffistofum um allan bæ. Það þýddi þó ekki að umræðan færi fram á svipuðum nótum og í Klaustursmálinu umtalaða. „Það væri óheiðarlegt að segja að maður hafi ekki oft setið fundi þar sem er verið að baktala aðra stjórnmálamenn, og lýsa því að þessi sé nú ekki nógu góður eða þessi sé nú upprennandi og svo framvegis,“ sagði Bjarni. Þá benti hann á að þeir sem heyrðust í upptökunum hefðu stigið fram og beðist afsökunar á framferði sínu. „Um þetta mál er ég bara þeirrar skoðunar að ég er búinn að fá nóg af þessu máli, ég hef engan áhuga á að framlengja umræðu um það og mér finnst að ýmsir palladómar, og ég hef verið beðinn um að lýsa minni skoðun á þessu. Ég hef bara áhuga á að þingið fari að starfa í þágu mála sem brenna á fólki í landinu, ég hef miklu meiri áhuga á því,“ sagði Bjarni að lokum. Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: Bjarni hundleiður á Klaustursmálinu
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11 Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Ari Eldjárn birtir Klaustursatriðið úr Áramótaskopi sínu Grínistinn Ari Eldjárn segir gaman að sjá hvað ást Íslendinga á þáttunum Staupasteini (e. Cheers) sé enn mikil. 1. janúar 2019 13:11
Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. 31. desember 2018 15:00