„Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2019 20:52 Inga Sæland í Kryddsíldinni í gær. Vísir Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“ Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, segist líta upp til verkalýðsforystunnar í baráttu þeirra í aðdraganda komandi kjaraviðræðum. Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og mætti í Kryddsíldina. Í Kryddsíldinni spurði hún formenn flokkanna hvort þeir treystu sér til þess að lifa af á lágmarkslaunum hér á landi. Í svari sínu sagðist Inga treysta sér til þess að lifa af á þeim „lúsarlaunum“ því sjálf þekkti hún ekkert annað. „Já ég treysti mér til þess að lifa af á þessum lúsarlaunum því það er nánast ekkert annað sem mér hefur verið skammtað alla mína ævi.“ Þá sagðist Inga ekki trúa því að aðeins um eitt prósent landsmanna lifði á lágmarkslaunum og gagnrýndi Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að halda slíku fram. Það væri fjarri frá þeim raunveruleika sem hún þekkti. „Þessi veruleikafirring sem mér finnst einkenna stjórnvöld, hún er í rauninni sárari en tárum taki.“ Hægt að koma í veg fyrir samskonar ástand og í Frakklandi Inga sagði nýtt ár bjóða upp á tækifæri til þess að breyta umgjörðinni hér á landi og koma til móts við kröfur verkalýðsforystunnar. Með þeim hætti væri hægt að koma í veg fyrir mótmæli líkt og þau sem eiga sér stað í Frakklandi um þessar mundir. Mótmælendurnir í Frakklandi, sem oft ganga undir nafninu „gulu vestin“, hafa mótmælt ríkisstjórn Macron og hafa mótmælin oft á tíðum breyst í óeirðir. Boðað var til mótmælanna eftir að ríkisstjórnin þar í landi tilkynnti fyrirhugaðar hækkanir á eldsneytisskatti og hækkandi framfærslukostnaði. „Við getum komið í veg fyrir það að við klæðumst öll í gul vesti, því ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim,“ sagði Inga. Formenn stjórnmálaflokkanna komu saman í hinni árlegu Kryddsíld í gær.Vísir Vont ef stjórnmálaforingjar fara að ræða gulu vestin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði það vel hægt að gagnrýna verkalýðsforystuna fyrir að vera herskáa en það væri vont að stjórnmálaforingjar ræddu gulu vestin í því samhengi. „Ég mótmæli því sérstaklega ef við ætlum að fara að tala hér um gulu vestin og mér finnst það vont ef stjórnmálaforingjar ætla að fara að ræða þau,“ sagði Þorgerður. Hún sagði það skipta mestu máli að koma húsnæðiskerfinu í lag og hvatti verkalýðsforystuna til þess að ráðast að rótum vandans sem væri íslenska krónan. „Rót vandans er íslenska krónan sem býr til okurvaxtakerfi og óöryggi fyrir heimilin og fjölskyldurnar fyrst og síðast, þannig getum við jafnað aðstöðuna í samfélaginu en ekki aukið þetta misvægi sem alltaf er með íslensku krónunni,“ sagði Þorgerður að lokum. Þorgerður segir íslensku krónuna vera rót vandans og kallaði á eftir því að verkalýðsforystan færi að tala fyrir nýjum gjaldmiðli.Vísir Umræðurnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Hægt er að horfa á Kryddsíldina í fullri lengd hér. Klippa: 'Ég skal vera sú fyrsta að fara í vestin með þeim“
Kryddsíld Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira