Oddgeir Ágúst Ottesen, doktor í hagfræði, segir að í skýrslunni sé fjallað um samtökin Sea Shepherd í tengslum við hryðjuverk víða um heim í nafni náttúruverndar. Hann segir að fólk sem gagnrýni skýrsluna í þessu sambandi virðist halda að umfjöllun hennar um samtökin eigi við um fleiri umhverfisverndarsamtök, sem sé fráleitt.

Hryðjuverk í nafni náttúruverndar
Umhverfisráðherra hefur mótmælt því að náttúruverndarsamtök séu skilgreind sem hryðjuverkasamtök í skýrslunni.Í hvalveiðiskýrslunni er fjallað um hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Í henni kemur fram að Íslandi standi líklega nokkur ógn af samtökum sem fremja hryðjuverk í nafni náttúruverndar. Ógnin sé þó ekki af þeirri stærðargráðu að Íslendingar eigi að hætta að veiða hvali.