Íbúasamtök Vesturbæjar vilja róttækar breytingar á Hringbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2019 11:19 Íbúasamtökin leggja til að á gatnamótum sé rautt fyrir umferð í allar áttir á meðan gangandi geti gengið beint jafnt sem á ská yfir gatnamótin. Myndin er dæmi um slík gatnamót í Sao Paulo í Brasilíu en þekkjast meðal annars í Tókíó og víðar. Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina. Samgöngur Skipulag Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Íbúasamtök Vesturbæjar kynntu hugmyndir sínar að „öruggum og notendavænum“ útfærslum fyrir gangandi og hjólandi á Hringbraut á fundi sínum með Reykjavíkurborg, Vegagerðinni og lögreglu í gær. Í þeim felst meðal annars að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir bíla, gangandi og hjólandi geti gengið á ská yfir gatnamót enda sé rautt á umferð í allar áttir meðan grænt er fyrir gangandi og stórum hringtorgum við Hringbraut verði breytt í gatnamót með góðum gangbrautum. Frá þessu skýrir Birgir Þröstur Jóhannsson, meðstjórnandi í samtökunum, sem sat fundinn í gær. Hann kynnir hugmyndina í Facebook-hópnum Íbúasamtök Vesturbæjar. „Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut,“ segir Birgir Þröstur.Íbúar í Vesturbænum fullyrða margir hverjir að það sé daglegt brauð að sjá ökumenn aka yfir á rauðu ljósi.Vísir/Kolbeinn TumiTillögurnar eru nokkrar: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin • Að gangbrautir séu vel merktar með öðru efnisvali, lit og áferð en malbik götunnar • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélarGrænu göturnar eru þær sem lagt er til að skoða að gera að einstefnu eða vistgötum. Gatnamót og gönguljós eru merkt með rauðu.Mikil umræða hefur skapast meðal Vesturbæinga um öryggi við Hringbraut í kjölfar þess að ekið var á þrettán ára stúlku á gönguljósum við Meistaravelli í síðustu viku. Skiptar skoðanir eru um málið og hafa Vesturbæingar og aðrir skipst á skoðunum í hópnum Vesturbærinn. Sýnist sitt hverjum. Leggja samtökin til að fyrrnefndar göngu- og hjólaþveranir verði gerðar fyrst á fjórum stöðum. Gatnamótum við Framnesveg, þar sem Bræðraborgarstígur og Kaplaskjólsvegur mætast, þar sem Ljósvallagata og Birkimelur mætast og á Hringbraut við Bjarkagötu/Sæmundargötu. Auk þess verði gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu endurgerð. Þá telja samtökin ákjósanlegt að hringtorgin við Suðurgötu og beggja vegna Ánanausta verði fjarlægð. Hringtorg auki aðeins öryggi bíla en séu hættuleg gangandi og hjólandi. Vilja samtökin umferðarljós með góðum gangbrautum þeirra í stað. Fulltrúar Vegagerðarinnar mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingi klukkan 16 í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir brýnt að heyra hvernig Vegagerðin sjái öryggismálin við Hringbrautina fyrir sér en gatan heyrir undir Vegagerðina.
Samgöngur Skipulag Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira