Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju Sveinn Arnarsson skrifar 17. janúar 2019 06:30 Talsverðra endurbóta er þörf í Landeyjahöfn. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson. Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar á Landeyjahöfn til að gera höfnina sem besta fyrir nýjan Herjólf munu kosta um 1.300 milljónir króna. Endurbæturnar eru til þess ætlaðar að hægt sé að dæla sandi úr botni hafnarinnar frá landi. Nýr Herjólfur mun hefja siglingar á þessu ári og er vonast eftir því að ferjan geti nýtt Landeyjahöfn mun betur en verið hefur að undan förnu. Sandburður inn í höfnina hefur verið til trafala og hafa stöðugar dýpkanir átt sér stað frá því höfnin var tilbúin til notkunar. „Við erum að setja tunnur á báða garðsendana. Það er gert til þess að koma upp aðstöðu til að dýpka höfnina frá landi. Þær eru tuttugu metrar að þvermáli og verða fylltar með grjóti og svo er steyptur vegur út á þá og þá er hægt að koma með krana út á enda garðanna með dælu og dæla þannig upp úr botninum,“ segir Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Einnig er verið að vinna að öðrum framkvæmdum til að styrkja höfnina enn frekar svo hægt sé að nýta hana allt árið. Í innri höfninni er fyrirhugað að stækka hana til austurs til að draga úr hreyfingu sjávar innan hafnarinnar. „Hingað til hefur verið of mikil hreyfing fyrir ferjuna. Við gerum ráð fyrir að nýrri ferjan verði í verri veðrum í Landeyjahöfn og ætlunin er einnig að hlaða hana með rafmagni og þá þarf að draga úr þessari hreyfingu,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þarf þá að ráðast í nokkrar aðgerðir. „Ein aðgerðin er að stækka höfnina til austurs. Síðan er verið að þrengja opið örlítið,“ segir hann. Þessar breytingar munu að öllum líkindum kosta um 1,3 milljarða króna. „Það er vonast til þess að nýtingin verði betri á höfninni. Það hefur gengið illa að dýpka höfnina í fjóra mánuði á ári með dýpkunarskipum. Við teljum þá geta dýpkað í mun hærri öldu en áður með því að dæla frá landi,“ segir Sigurður Áss Grétarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira