Myndbirtingar af börnum úr hófi fram Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2019 19:00 Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikið áhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barnið í framtíðinni. Víða um heim keppast samfélagsmiðlastjörnur við að setja myndir og upplýsingar af ólögráða börnum sínum á samfélagsmiðla. Óhætt er að segja að það sama eigi við um íslenska foreldra sem sumir deila myndunum meðal fárra vina og kunningja á meðan aðrir deila þeim með tugþúsundum fylgjenda. Helga Þórisdóttir, forstjóri PersónuverndarVÍSIR/VILHELM„Þá er komin ákveðin miðlun á uppýsingum og aðgengi annarra og við erum að opna fyrir þann möguleika að margir sjái myndir af ungum börnum við allskyns aðstæður. Jafnvel fáklædd eða að gera þarfir sínar á klósettinu eða hvað sem það nú er,“ segir Helga. Það sem birtist á netinu geti farið mjög víða og megi finna síðar. Þar að auki séu foreldrar að veita stórfyrirtækjum úti í heimi aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum um börn sín. Þá geti birtingar af þessu tagi haft áhrif á líf barnsins með ýmsum ófyrirséðum hætti. „Það sem sett er inn á netið er jafnvel farið að hafa áhrif á það hvort börnin okkar komist í þá háskóla sem þau vilja í framtíðinni eða hvort þau fái þau störf sem þau vilja. Þetta hefur verið að gerast, meira úti í heimi en á Íslandi, að það er farið að skoða bakrunn einstaklinga miklu meira,“ segir Helga en nýlega gaf Persónuvernd út bækling með upplýsingum til foreldra og forráðamanna. Þar kemur fram að börn þurfi að samþykkja að birtar séu myndir eða upplýsingar um þau á netinu. Eðli málsins samkvæmt er þó ekki hægt að fá samþykki mjög ungra barna. Það er ekkert í lögum sem beinlínis bannar þessar myndbirtingar en Helga segir að foreldrar verði að nota heilbrigða skynsemi. „Starfandi hjá persónuvernd þá er nokkuð ljóst að mikil og óhófleg birting margra í samfélaginu veldur manni miklum áhyggjum,“ segir Helga. Enda sé ekki víst að barnið verið sátt við birtingu slíkra upplýsinga þegar það sjálft verður fullorðið.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Fréttablaðið/GVATekur undir með forstjóra Persónuverndar „Ég tek heils hugar undir með forstjóra Persónuverndar,“ sagði Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem ræddi málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. „Mitt embætti tók þátt í því ásamt fleirum að setja upp leiðbeiningar eða viðmið til foreldra sem voru birtar í fyrra. Þar erum við að brýna fyrir fólki að staldra við og hugsa aðeins áður en það birtir myndir af börnunum sínum eða alls kyns upplýsingar. Það er auðvitað verið að birta mjög mikið um börn og þetta fær oft mjög mikla dreifingu. Jafnvel þó að þetta sé krúttlegt í dag og fái litla dreifingu í dag þá getur það gert það á morgun eða síðar og haft miklar afleiðingar fyrir börnin.“Hvar liggja mörkin? Hverju viltu beina til foreldra? „Það er auðvitað erfitt að setja einhver mörk og segja alveg nákvæmlega hvað fólk eigi að gera. Þessi tækni er líka í mikilli þróun og eitthvað sem við sjáum ekki í dag getur haft miklar afleiðingar seinna. Þannig að ég held að fólk þurfi fyrst að hugsa málið áður en það deilir myndum eða upplýsingum. Er þetta viðkvæmt? Getur þetta orðið skaðlegt í náinni framtíð eða í langri framtíð?“ sagði Salvör Nordal en viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent