Starfsmenn Bláfjalla vona að veðurguðirnir bænheyri þá Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 11:21 Þessar skelltu sér á bretti í Bláfjöllum fyrir nokkrum árum. Vísir/Vilhelm Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun. Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fyrsti vetrardagurinn leit dagsins ljós í Bláfjöllum í gær, ef svo má segja, því það snjóaði loksins hressilega. Skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur verið lokað í allan vetur sökum snjóleysis en Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, segir að ef veðurguðirnir hlýða kalli starfsmanna skíðasvæðisins þá sé jafnvel möguleiki á að opna í næstu viku. „Eins og spáin lítur út í dag þá fáum við ekki snjókomu aftur fyrr en um helgina. Ég vona að hún falli í formi slyddu til að bleyta upp í þessum þurra snjó og fá fallegan og góðan grunn á skíðasvæðið. Ef það gengur upp þá erum við að vonast til að geta gert eitthvað í næstu viku,“ segir Einar í samtali við Vísi. Mikið eru um lausan snjó í Bláfjöllum þannig að ef það myndi hvessa hressilega þá gæti það einnig bætt stöðuna. Starfsmennirnir unnu við það í gærkvöldi og í nótt að fara yfir brekkurnar á snjótroðara og mynda rastir í brekkurnar með það að markmiði að festa snjó.Jæja, loksins kominn fyrsti vetrardagur hér í fjöllunum. Þá styttist í veturinn. Ótrúleg breyting á síðasta sólarhring. Uppfærum aftur fyrir helgi. Posted by Skíðasvæðin - Bláfjöll & Skálafell on Monday, January 14, 2019 Hann segir það langt í frá að öll von sé úti um almennilegan skíðavetur í Bláfjöllum. Fyrir tveimur árum fylltist svæðið af snjó í febrúar en mánuðina á undan hafði ástandið verið fremur dapurt fyrir skíðafólk. Einar segir starfsmenn ætla að kanna gönguskíðasvæðið í dag til að sjá hvort nægur snjór hafi fallið til að undirbúa það fyrir opnun.
Skíðasvæði Veður Tengdar fréttir Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Stormur og snjókoma í kortunum Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 15. janúar 2019 07:34