Vorverkin í sveitinni í janúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2019 20:45 Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Góð tíð undanfarnar vikur hefur komið bændum sérstaklega vel því einhverjir þeirra eru farnir að sinna vorverkum eins og að girða og vinna í flögum. Ingvar Jóhannsson bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi segir einstakt að geta unnið mikið úti við á þessum árstíma þegar ekkert frost er í jörðu. Helgarnar frá því í haust hafa verið notaðar í girðingarvinnu á Sólheimum enda veðrið verið bændum á svæðinu einstaklega hagstætt. Nú er verið að girða fyrir svokallaðar blóðmerar á Sólheimum en það eru merar sem tekið er blóð úr í lyfjagerð. „Já, þetta undirbýr vorið mjög vel að geta dreift þessu yfir allan veturinn og gert vorverkin núna, þá er minna álag í vor. Ég er vel mannaður í girðingarvinnuna, það léttir á öllu en við erum búnir að vera að girða 150 til 200 hektara núna í haust og vetur og á því svæði verða um 50 blóðmerar,“ segir Ingvar. Ingvar Jóhannsson, bóndi á Sólheimum í Hrunamannahreppi.Ingvar hefur fengið góða aðstoð við girðingarvinnuna frá vinum og vandamönnum en sá sem kemur sterkastur þar inn er tengdapabbi hans, Hallgrímur Birkisson, alvanur girðingamaður. „Ég hef einu sinni girt áður í janúar en þá var ekki eins góð tíð og núna. Núna er náttúrulega einstök tíð að gera öll búverk í rauninni, hvort sem það er að plægja, girða og laga girðingar. Það er óskaplegur munur ef bændur geta gert þetta á þessum tíma árs,“ segir Hallgrímur og bætir við að veðurfar hafi breyst mikið á Íslandi, enda muni hann eftir sem krakki að þá hafi verið snjóskaflar upp á húsþök, það sé ekki lengur. Hallgrímur segist spá því að við sjáum fljótlega af góða veðrinu og þá komi alvöru vetur í nokkrar vikur. „Það kemur vetur á þorra, þá fáum við frostakafla og svolítið af snjó, það getur ekki annað verið.“Hallgrímur Birkisson, tengdapabbi Ingvars og girðingamaður með meiru.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira